Doucoure hélt Everton uppi | Leeds og Leicester féllu Aron Guðmundsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 28. maí 2023 17:31 Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton í dag. Will Palmer/Sportsphoto/Allstar Via Getty Images Vísir var með beina textalýsingu frá gangi mála í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni. Mesta spennan var í botnbaráttunni þar sem Everton, Leicester City og Leeds United kepptust um að forðast fallið. Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton er hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri gegn Bournemouth í dag. Af þeim þremur liðum sem kepptust um að halda sæti sínu í deildinni stóð Everton best að vígi og ljóst að sigur myndi alltaf halda liðinu uppi. Everton vann því 1-0 sigur gegn Bournemouth og sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili því tryggt. Leicester gerði hvað það gat til að halda sæti sínu í deildinni og liðið vann 2-1 sigur gegn West Ham þar sem Harvey Barnes og Wout Faes sáu um markaskorun liðsins. Sigurinn dugði þó skammt og Englandsmeistararnir árið 2016 eru fallnir í B-deildina. Leeds, þriðja og seinasta fallbaráttuliðið, mátti hins vegar þola 4-1 tap gegn Tottenham og ljóst að þau úrslit gerðu ekkert nema fella liðið niður um deild. Að lokum var einnig enn barátta um sæti í Sambandsdeild Evrópu þar sem Tottenham og Brentford gátu stolið sætinu af Aston Villa. Tottenham vann sem áður segir 4-1 sigur gegn Leeds og Brentford vann 1-0 sigur gegn Manchester City, en þar sem Aston Villa vann 2-1 sigur gegn Brighton eru Villa-menn á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili. Allt það helsta sem gerðist í leikjum dagsins má lesa í vaktinni hér fyrir neðan.
Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton er hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri gegn Bournemouth í dag. Af þeim þremur liðum sem kepptust um að halda sæti sínu í deildinni stóð Everton best að vígi og ljóst að sigur myndi alltaf halda liðinu uppi. Everton vann því 1-0 sigur gegn Bournemouth og sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili því tryggt. Leicester gerði hvað það gat til að halda sæti sínu í deildinni og liðið vann 2-1 sigur gegn West Ham þar sem Harvey Barnes og Wout Faes sáu um markaskorun liðsins. Sigurinn dugði þó skammt og Englandsmeistararnir árið 2016 eru fallnir í B-deildina. Leeds, þriðja og seinasta fallbaráttuliðið, mátti hins vegar þola 4-1 tap gegn Tottenham og ljóst að þau úrslit gerðu ekkert nema fella liðið niður um deild. Að lokum var einnig enn barátta um sæti í Sambandsdeild Evrópu þar sem Tottenham og Brentford gátu stolið sætinu af Aston Villa. Tottenham vann sem áður segir 4-1 sigur gegn Leeds og Brentford vann 1-0 sigur gegn Manchester City, en þar sem Aston Villa vann 2-1 sigur gegn Brighton eru Villa-menn á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili. Allt það helsta sem gerðist í leikjum dagsins má lesa í vaktinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Sjá meira