Hrækti á leikmann Fjölnis: „Óafsakanlegt á alla vegu“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 08:01 Rauða spjaldið fór á loft í þriðja sinn í leiknum, seint í uppbótartíma, eftir að Gonzalo Zamorano hrækti á mótherja. Skjáskot/youtube/@Lengjudeildin Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss, var einn af þremur sem fengu rautt spjald í leik gegn Fjölni í Lengjudeildinni í fótbolta á dögunum. Ástæðan var óvenjuleg en Zamorano varð uppvís að því að hrækja á andstæðing. Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn fékk Zamorano eins leiks bann fyrir brot sitt, rétt eins og liðsfélagi hans Þorlákur Breki Baxter sem samkvæmt Fótbolta.net fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað fyrir brot. Hér að neðan má sjá þegar Zamorano hrækti á andstæðing sinn, Dag Inga Axelsson sem aðeins rétt áður hafði komið inn á sem varamaður. Atvikið átti sér stað seint í uppbótartíma, þegar leikurinn var stopp vegna brots Selfyssinga í vítateig Fjölnis. Heimamenn í Selfossi voru 2-1 undir og því að flýta sér til að reyna að jafna metin. Zamorano fór til að sækja boltann en Dagur spyrnti honum framhjá honum, í átt að brotsvæðinu, og brást sá fyrrnefndi við með því að hrækja. Dómari leiksins virtist ekki sjá það en leitaði til aðstoðardómara og gaf svo beint rautt spjald. Selfyssingurinn Gary Martin tjáði sig um rauðu spjöldin sem liðsfélagar hans fengu, í hlaðvarpsþætti 433.is. „Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ sagði Martin. Zamorano, sem er 27 ára, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 með Hugin, Víkingi Ó., ÍA, ÍBV og svo Selfossi síðan í fyrra. Hann skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þriðji leikmaðurinn til að fá rautt spjald í leiknum á Selfossi á sunnudaginn var Sigurvin Reynisson, leikmaður Fjölnis. Fjölnismenn unnu eins og fyrr segir 2-1 sigur, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, og eru eitt þriggja liða sem eru efst í deildinni með sjö stig hvert. Selfoss er með þrjú stig, eftir þrjár umferðir. Lengjudeild karla UMF Selfoss Fjölnir Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn fékk Zamorano eins leiks bann fyrir brot sitt, rétt eins og liðsfélagi hans Þorlákur Breki Baxter sem samkvæmt Fótbolta.net fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað fyrir brot. Hér að neðan má sjá þegar Zamorano hrækti á andstæðing sinn, Dag Inga Axelsson sem aðeins rétt áður hafði komið inn á sem varamaður. Atvikið átti sér stað seint í uppbótartíma, þegar leikurinn var stopp vegna brots Selfyssinga í vítateig Fjölnis. Heimamenn í Selfossi voru 2-1 undir og því að flýta sér til að reyna að jafna metin. Zamorano fór til að sækja boltann en Dagur spyrnti honum framhjá honum, í átt að brotsvæðinu, og brást sá fyrrnefndi við með því að hrækja. Dómari leiksins virtist ekki sjá það en leitaði til aðstoðardómara og gaf svo beint rautt spjald. Selfyssingurinn Gary Martin tjáði sig um rauðu spjöldin sem liðsfélagar hans fengu, í hlaðvarpsþætti 433.is. „Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ sagði Martin. Zamorano, sem er 27 ára, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 með Hugin, Víkingi Ó., ÍA, ÍBV og svo Selfossi síðan í fyrra. Hann skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þriðji leikmaðurinn til að fá rautt spjald í leiknum á Selfossi á sunnudaginn var Sigurvin Reynisson, leikmaður Fjölnis. Fjölnismenn unnu eins og fyrr segir 2-1 sigur, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, og eru eitt þriggja liða sem eru efst í deildinni með sjö stig hvert. Selfoss er með þrjú stig, eftir þrjár umferðir.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Fjölnir Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira