Ronaldo: Deildin í Sádi-Arabíu gæti orðið ein af þeim fimm bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 12:01 Cristiano Ronaldo fagnar hér marki með Al-Nassr. Getty/Mohammed Saad Cristiano Ronaldo hefur mikla trú á uppgangi deildarinnar í Sádi-Arabíu á næstu árum en hann gekk til liðs við Al Nassr í janúar. Ronaldo fær í kringum tvö hundruð milljónir evra í sinn hlut fyrir samninginn eða meira en þrjátíu milljarða íslenskra króna. Watch: Portuguese soccer great Cristiano #Ronaldo believes the #Saudi Pro League he joined this season could in time become one of the top five leagues in the world.https://t.co/22NUZMlCIB pic.twitter.com/9Fmdw3maaq— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) May 24, 2023 Ekki fylgir sögunni hvort að hluti af skyldum hans sé að tala deildina upp. Ronaldo hefur í það minnsta mjög góðan samanburð því hann hefur spilað í mörgum af bestu deildum heims en í Englandi, á Spáni og á Ítalíu. Hinn 38 ára gamli Portúgali segir að deildin hafi þegar orðið betri þann tíma sem hann hefur spilað þar. „Við erum mun betri og deildin í Sádi-Arabíu er að verða betri. Hún verður enn betri á næsta ári,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við sádi-arabísku sjónvarpsstöðina SSC. „Skref fyrir skref tel ég að þessi deild verði á endanum ein af þeim fimm bestu í heimi en þeir þurfa bara tíma,“ sagði Ronaldo. Hann gefur Sádunum fimm, sex eða sjö ár í að ná því markmiði. In Saudi Arabia, Cristiano Ronaldo scored the winning goal as Al-Nassr came back from two goals down to beat Al-Shabab 3-2 and keep alive their slim hopes of winning the league title. They are 3 points behind leaders Al-Ittihad with two rounds to go pic.twitter.com/MfHNwWeIGc— Mohamed El Gharbawy (@Gharbawy) May 23, 2023 „Ég trúi því að þetta land bjóði upp á mikla möguleika, hér er æðislegt fólk og deildin verður frábær,“ sagði Ronaldo. Það er mikill metnaður hjá Sádi-Aröbunum enda vill Al Hilal, keppinautur Al Nassr, semja við Lionel Messi. Ronaldo skoraði glæsilegt mark í gærkvöldi í 3-2 endurkomusigri á Al Shabab og á því enn smá möguleika á því að vinna titilinn. Al-Ittihad hefði orðið meistari ef Ronaldo og félagar hefðu ekki klárað þennan leik. 1 5 league goals *minimum* for Premier League La Liga Serie A Roshn Saudi League Cristiano Ronaldo #RoshnSaudiLeague | @Cristiano pic.twitter.com/hK53dwpr4E— Roshn Saudi League (@SPL_EN) May 23, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Ronaldo fær í kringum tvö hundruð milljónir evra í sinn hlut fyrir samninginn eða meira en þrjátíu milljarða íslenskra króna. Watch: Portuguese soccer great Cristiano #Ronaldo believes the #Saudi Pro League he joined this season could in time become one of the top five leagues in the world.https://t.co/22NUZMlCIB pic.twitter.com/9Fmdw3maaq— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) May 24, 2023 Ekki fylgir sögunni hvort að hluti af skyldum hans sé að tala deildina upp. Ronaldo hefur í það minnsta mjög góðan samanburð því hann hefur spilað í mörgum af bestu deildum heims en í Englandi, á Spáni og á Ítalíu. Hinn 38 ára gamli Portúgali segir að deildin hafi þegar orðið betri þann tíma sem hann hefur spilað þar. „Við erum mun betri og deildin í Sádi-Arabíu er að verða betri. Hún verður enn betri á næsta ári,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við sádi-arabísku sjónvarpsstöðina SSC. „Skref fyrir skref tel ég að þessi deild verði á endanum ein af þeim fimm bestu í heimi en þeir þurfa bara tíma,“ sagði Ronaldo. Hann gefur Sádunum fimm, sex eða sjö ár í að ná því markmiði. In Saudi Arabia, Cristiano Ronaldo scored the winning goal as Al-Nassr came back from two goals down to beat Al-Shabab 3-2 and keep alive their slim hopes of winning the league title. They are 3 points behind leaders Al-Ittihad with two rounds to go pic.twitter.com/MfHNwWeIGc— Mohamed El Gharbawy (@Gharbawy) May 23, 2023 „Ég trúi því að þetta land bjóði upp á mikla möguleika, hér er æðislegt fólk og deildin verður frábær,“ sagði Ronaldo. Það er mikill metnaður hjá Sádi-Aröbunum enda vill Al Hilal, keppinautur Al Nassr, semja við Lionel Messi. Ronaldo skoraði glæsilegt mark í gærkvöldi í 3-2 endurkomusigri á Al Shabab og á því enn smá möguleika á því að vinna titilinn. Al-Ittihad hefði orðið meistari ef Ronaldo og félagar hefðu ekki klárað þennan leik. 1 5 league goals *minimum* for Premier League La Liga Serie A Roshn Saudi League Cristiano Ronaldo #RoshnSaudiLeague | @Cristiano pic.twitter.com/hK53dwpr4E— Roshn Saudi League (@SPL_EN) May 23, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira