Í fjórða skiptið sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst á einu stigi í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 15:00 Keyshawn Woods var hetja Stólanna og sýndi hvað hann er með sterkar taugar þegar hann setti niður fimm víti í röð á úrslitastundu þar sem þrjú í röð þegar fjórar sekúndur voru eftir. Woods átti erfitt með sig í leikslok eins og fleiri Stólar. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll er Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa unnið fimmta og síðasta leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla í körfubolta með minnsta mun. Spennan í úrslitaeinvíginu gat ekki verið meiri. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn