„Hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 15:11 Það verður hvert sæti skipað í Origo-höllinni á morgun. VÍSIR/VILHELM Eins og búast mátti við seldist strax upp á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta, sem fram fer á Hlíðarenda annað kvöld. Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn