„Algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona“ 16. maí 2023 22:35 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson var að vonum ánægður með sigur Stjörnunnar á Val nú í kvöld. Tvö mörk Garðbæinga í fyrri hálfleik var það sem skildi liðin að en það var eitthvað allt annað sem var efst í huga Kristjáns eftir leikinn. „Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “ Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira
„Ég er bara að hugsa um alla þessa máva hérna í kring. Ég hélt að það væri íbúafundur til að losa þetta en að öðru leyti er ég bara hress. Sagði Kristján strax eftir leik við Vísi.“ Stjarnan spilaði mjög agaðan og góðan varnarleik í kvöld og áttu Valsstúlkur í miklum vandræðum með að skapa sér marktækifæri. Kristján segist hafa verið ánægður með varnarleikinn, þó svo að hann sjái nokkra hluti sem liðið geti bætt í komandi leikjum. „Það var í rauninni frá okkar hendi að reyna að gera það sem við vorum að gera plús það að við vissum að það yrði sett gildra á Eyrúnu Emblu og hún átti að leysa það á þennan hátt sem hún gerði. Hún gerði það mjög vel. Að öðru leyti þegar að við vinnum boltann sem við erum góð í þá og spilum góða vörn þá fara sendingarnar ekki nógu oft á blátt og þar með þjöppumst við aðeins aftar, plús að við náum ekki að færa liðið upp þegar við vinnum boltann. Það er ekkert skrítið þegar við töpum boltanum of fljótt en við hefðum mátt lyfta aðeins meira til að gefa okkur meira pláss til að halda boltanum. “ „Við getum alveg haldið áfram að tala um þessar öftustu fimm. Þær spila mjög vel og eins og ég kom inn áðan þá eru við sterkt varnarlið. Ef við töpum boltanum þá erum við ansi fljót að vinna hann aftur. Það er hluti af þessum varnarleik. Það eru margir kaflar góðir í þessum leik en þessi kafli í seinni hálfleik erum við mögulega aðeins of mikið án boltans. Eitthvað sem við þurfum aðeins að skerpa.“ Úlfa Dís var mætt í byrjunarliðið í kvöld en hún stundar nám í Bandaríkjunum og hafði því misst af fyrstu leikjum liðsins. Úlfa var drjúg fyrir heimakonur í kvöld og átti þátt í fyrra markinu og skoraði svo það seinna. Glæsilegur dagur hjá henni en var það auðveld ákvörðun að setja hana beint í byrjunarliðið? „Úlfa Dís er algjörlega einstök manneskja og knattspyrnukona. Hún kom inn með alveg gríðarlega orku. Hún kom í síðustu viku og við vorum búin að undirbúa hana vel á meðan hún var í Bandaríkjunum, hvernig hún átti að koma hérna inn og hún gerði það alveg gríðarlega vel. Henni hefur tekist vel að æfa sjálf úti. Hún sprengir þetta upp og gerir það sem hún er beðin um. Henni þykir þetta svo gaman og nýtur lífsins vel og það smitast út í liðið. Það var því eiginlega ekki annað hægt en að henda henni inn í byrjunarliðið og sjá hvað hún myndi gera. “
Besta deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Sjá meira