Upphitun fyrir Bestu kvenna: Vinkonurnar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 13:00 Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH þekkjast vel frá tíma sínum saman í Breiðabliki. S2 Sport Fjórða umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum en umferðin klárast svo með þremur leikjum á morgun. Að vanda hitar Helena Ólafsdóttir upp fyrir umferðina. FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira