Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Sæberg skrifa 14. maí 2023 14:45 Stuðningsmenn Tindastóls létu snjókomuna ekki stoppa sig. Aðsend Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15. Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15.
Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn