LeBron dró vagninn er Lakers tryggði sér sæti í úrslitum | Miami sendi Knicks í sumarfrí Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 09:31 LeBron James var stigahæsti maður Lakers er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt. Harry How/Getty Images LeBron James skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers er liðið vann öruggan sigur gegn Golden State Warriors í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt. Lokatölur 122-101 og LeBron og félagar eru á leið í úrslit. Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum