Sara Björk: Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Sara Björk Gunnarsdóttir er ánægð með lífið á ítalíu en hún fær góðan stuðning frá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Sara Björk Gunnarsdóttir hefur fundið sig vel hjá ítalska félaginu Juventus eftir leiðinleg endalok sín hjá franska liðinu Lyon. Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a> Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira
Hún segist hafa fengið frábæran stuðning hjá félaginu og Juve fólk er líka stolt af því að geta vakið athygli á réttindabaráttu Söru fyrir knattspyrnukonur alls staðar í heiminum. Juventus birti á miðlum sínum stutta heimildarmynd um sögu Söru og baráttu hennar fyrir réttindum knattspyrnukvenna til að eignast barn. Myndin heitir: Sara Gunnarsdottir | My Greatest Achievement eða Sara Gunnarsdóttir: Mesta afrekið mitt. View this post on Instagram A post shared by Juventus Women (@juventuswomen) Sara segir þá frá hvernig síðustu ár hafa verið og hvað gekk á hjá Lyon þegar hún komst að því að hún væri ófrísk. Sara Björk þurfti að leita réttar síns hjá dómstólum til að fá greitt laun í fæðingarorlofi sínu og vann það má á endanum með góðum stuðningi frá Alþjóðlegu leikmannasamtökunum. Sara segir frá því að Lyon hafi stutt við hana í byrjun, bæði í fréttatilkynningu sem og í samtölum við hana sjálfa en þegar á hólminn var komið þá fékk hún ekki launin sín. Sara æfði á fullu fram á áttunda mánuð og gerði allt til þess að geta komið til baka sem fyrst. Í heimildarmyndinni má sjá hana með Ragnari Frank sínum og þá er einnig viðtal við kærasta hennar Árna Vilhjálmsson. Árni tók sér hálfs árs frí frá fótboltaferli sínum til að styðja við bakið á sinni konu. Sara segir frá erfiðleikunum sem fylgja því að vera í raun ein með barnið á Ítalíu nú þegar Árni er farinn að spila í Litháen. Hún ræðir líka sérstaklega dómsmálið. „Þetta var mjög mikilvægt mál fyrir mig að vinna. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn til að sjá þetta svart á hvítu. Það er ekkert grátt svæði lengur. Þær þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar um eða efast um hver réttindi þeirra eru,“ sagði Sara. „Er þetta mitt mesta afrek? Þetta var ekki eitthvað sem ég var að stefna að því ég vildi alls ekki þurfa að fara í gegnum allt þetta vesen. Þetta var mjög persónulegt og mjög erfið reynsla,“ sagði Sara. „Það var erfitt að segja frá og upplifa þetta aftur. Ég var vissulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti að segja mína sögu eða ekki. En öll áhrifin sem það hafði á svo margar konur voru svo jákvæð. Mjög margar konur hafa haft samband og þakkað mér fyrir að koma með mína sögu fram í dagsljósið,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með að hafa gert það, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur fyrir allar hinar konurnar þarna úti. Þær sjá nú möguleikann á að eignast barna á meðan ferillinn er í gangi,“ sagði Sara Björk en það má sjá alla heimildarmyndina hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tFlp4sF5ofc">watch on YouTube</a>
Ítalski boltinn Deila Söru Bjarkar og Lyon Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Sjá meira