Drungilas slapp við bann og spilar í Síkinu í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2023 10:05 Adomas Drungilas verður með í Síkinu í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Nú er orðið ljóst að Adomas Drungilas verður ekki dæmdur í leikbann fyrir brot sitt á Kristófer Acox í fyrsta leik úrslitaeinvígis Tindastóls og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu. Engu að síður ákvað dómaranefnd KKÍ að vísa atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem nú hefur vísað málinu frá. Atvikið var skoðað vandlega í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik og má sjá það hér að neðan. Annar leikur einvígisins verður spilaður í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Fjöldi sérfræðinga ósammála dómnum á laugardag Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar segir að þar sem að dómarar leiksins hafi sannarlega séð atvikið, og skoðað það nánar í endursýningu á keppnisstað, sé nefndin bundin af ákvörðun dómara leiksins. Því var kærunni vísað frá. Í úskurðinum segir að dómaranefnd KKÍ hafi leitað álits sérfræðinga til að meta alvarleika atviksins, og að flestir þeirra hafi verið erlendir FIBA-vottaðir dómaraleiðbeinendur. Af 23 sérfræðingum sem mátu atvikið var aðeins einn sem mat það með sama hætti og dómararnir á laugardag, það er að segja þannig að dæma ætti óíþróttamannslega villu. Átján mátu það þannig að um brottrekstrarvillu væri að ræða og fjórir að um óíþróttamannslega eða brottrekstrarvillu væri að ræða, það er að segja að til að uppfæra í brottrekstrarvillu þyrfti að skoða annað samhengi en brottrekstrarvilla væri vel réttlætanleg. Einn meðlimur dómaranefndar ekki með tengsl við Val Ljóst er að ákvörðun dómaranefndar um að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar fór illa í margan Skagfirðinginn. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sá að minnsta kosti ástæðu til þess að hvetja fólk til stillingar, og að beina orku sinni í jákvæðan farveg. Í greinargerð körfuknattleiksdeildar Tindastóls um málið segir að dómaranefnd hafi í raun verið óstarfhæf í ljósi þess að tveir af þremur meðlimum hennar hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við Val, en það voru þeir Jón Bender formaður og Rögnvaldur Hreiðarsson. Eftir stóð Aðalsteinn Hrafnkelsson. Aganefnd hafnar því á þeirri forsendu að hún sé ekki æðri en dómaranefnd og hafi því ekki úrskurðarvald um hvenær og hvort dómaranefnd KKÍ sé ályktunarbær. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu. Engu að síður ákvað dómaranefnd KKÍ að vísa atvikinu til aga- og úrskurðarnefndar sem nú hefur vísað málinu frá. Atvikið var skoðað vandlega í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik og má sjá það hér að neðan. Annar leikur einvígisins verður spilaður í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Fjöldi sérfræðinga ósammála dómnum á laugardag Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar segir að þar sem að dómarar leiksins hafi sannarlega séð atvikið, og skoðað það nánar í endursýningu á keppnisstað, sé nefndin bundin af ákvörðun dómara leiksins. Því var kærunni vísað frá. Í úskurðinum segir að dómaranefnd KKÍ hafi leitað álits sérfræðinga til að meta alvarleika atviksins, og að flestir þeirra hafi verið erlendir FIBA-vottaðir dómaraleiðbeinendur. Af 23 sérfræðingum sem mátu atvikið var aðeins einn sem mat það með sama hætti og dómararnir á laugardag, það er að segja þannig að dæma ætti óíþróttamannslega villu. Átján mátu það þannig að um brottrekstrarvillu væri að ræða og fjórir að um óíþróttamannslega eða brottrekstrarvillu væri að ræða, það er að segja að til að uppfæra í brottrekstrarvillu þyrfti að skoða annað samhengi en brottrekstrarvilla væri vel réttlætanleg. Einn meðlimur dómaranefndar ekki með tengsl við Val Ljóst er að ákvörðun dómaranefndar um að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar fór illa í margan Skagfirðinginn. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, sá að minnsta kosti ástæðu til þess að hvetja fólk til stillingar, og að beina orku sinni í jákvæðan farveg. Í greinargerð körfuknattleiksdeildar Tindastóls um málið segir að dómaranefnd hafi í raun verið óstarfhæf í ljósi þess að tveir af þremur meðlimum hennar hafi sagt sig frá málinu vegna tengsla við Val, en það voru þeir Jón Bender formaður og Rögnvaldur Hreiðarsson. Eftir stóð Aðalsteinn Hrafnkelsson. Aganefnd hafnar því á þeirri forsendu að hún sé ekki æðri en dómaranefnd og hafi því ekki úrskurðarvald um hvenær og hvort dómaranefnd KKÍ sé ályktunarbær.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58 Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00 Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01 Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. 8. maí 2023 14:58
Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. 7. maí 2023 08:00
Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn. 8. maí 2023 23:01