Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Árni Jóhannsson skrifar 8. maí 2023 21:41 Ágúst Gylfason hefur nóg að hugsa um þessa dagana. Visir/ Diego Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. „Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
„Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10