Sjaldséð mistök meistarans setja hann í krefjandi stöðu fyrir kvöldið Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 10:31 Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Það hefur teiknast upp afar athyglisverð staða fyrir komandi Formúlu 1 kappakstur kvöldsins í Miami. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari mótaraðarinnar og ökumaður Red Bull Racing, ræsir níundi eftir ótrúlegan endi á tímatökum gærdagsins. Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez, hafa verið í algjörum sérklassa á yfirstandandi tímabili í Formúlu 1. Perez ræsir á ráspól í dag og hefur tækifæri til þess að minnka bilið á milli hans og Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna. Það ber þó ekki að afskrifa Verstappen í keppni kvöldsins, hann hefur áður sýnt mátt sinn og meginn og unnið sigra þrátt fyrir að hefja keppni aftarlega. Það er hið minnsta hans markmið fyrir keppni kvöldsins að ná hið minnsta öðru sæti. „Ég ætla mér á verðlaunapall,“ sagði Verstappen í viðtali við Sky Sports eftir tímatöku gærdagsins. „Ég vil hins vegar vinna og því er þetta ekki ákjósanleg staða, sigur er ekki ómögulegur en þetta verður ekki auðvelt.“ Liðsfélagarnir Sergio Perez og Max Verstappen ræða málin eftir tímatöku gærdagsinsVísir/Getty Það voru upphaflega mistök frá Verstappen, sem hafði sett besta tíma í fyrstu tveimur umferðum tímatökunnar í gær, sem urðu til þess að á endanum að hann náði ekki að setja tíma í þriðju umferð. Það voru nefnilegast mistök frá Charles Leclerc, ökumanni Ferrari, undir lok tímatökunnar sem sá til þess að bíll hans endaði utan brautar og skall á öryggisvegg. Rauðu flaggi var veifað og tímatökunum hætt og því giltu þeir tímar sem búið var að setja . Miðað við kraftinn sem býr í bíl Red Bull Racing á þessu tímabili mega teljast góðar líkur á því að Verstappen geti unnið sig upp í 2. sæti keppninnar í kvöld. Hann mun hins vegar þurfa að skáka liðsfélaganum á leiðinni að fyrsta sætinu og því verður afar forvitnilegt að fylgjast með keppni kvöldsins. Eins og staðan er núna situr Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna með 93 stig, sex stigum á eftir honum situr Sergio Perez í 2. sæti stigakeppninnar. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin er svo í 3. sæti með 60 stig en hann ræsir annar í keppni kvöldsins. Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez, hafa verið í algjörum sérklassa á yfirstandandi tímabili í Formúlu 1. Perez ræsir á ráspól í dag og hefur tækifæri til þess að minnka bilið á milli hans og Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna. Það ber þó ekki að afskrifa Verstappen í keppni kvöldsins, hann hefur áður sýnt mátt sinn og meginn og unnið sigra þrátt fyrir að hefja keppni aftarlega. Það er hið minnsta hans markmið fyrir keppni kvöldsins að ná hið minnsta öðru sæti. „Ég ætla mér á verðlaunapall,“ sagði Verstappen í viðtali við Sky Sports eftir tímatöku gærdagsins. „Ég vil hins vegar vinna og því er þetta ekki ákjósanleg staða, sigur er ekki ómögulegur en þetta verður ekki auðvelt.“ Liðsfélagarnir Sergio Perez og Max Verstappen ræða málin eftir tímatöku gærdagsinsVísir/Getty Það voru upphaflega mistök frá Verstappen, sem hafði sett besta tíma í fyrstu tveimur umferðum tímatökunnar í gær, sem urðu til þess að á endanum að hann náði ekki að setja tíma í þriðju umferð. Það voru nefnilegast mistök frá Charles Leclerc, ökumanni Ferrari, undir lok tímatökunnar sem sá til þess að bíll hans endaði utan brautar og skall á öryggisvegg. Rauðu flaggi var veifað og tímatökunum hætt og því giltu þeir tímar sem búið var að setja . Miðað við kraftinn sem býr í bíl Red Bull Racing á þessu tímabili mega teljast góðar líkur á því að Verstappen geti unnið sig upp í 2. sæti keppninnar í kvöld. Hann mun hins vegar þurfa að skáka liðsfélaganum á leiðinni að fyrsta sætinu og því verður afar forvitnilegt að fylgjast með keppni kvöldsins. Eins og staðan er núna situr Verstappen á toppi stigakeppni ökumanna með 93 stig, sex stigum á eftir honum situr Sergio Perez í 2. sæti stigakeppninnar. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin er svo í 3. sæti með 60 stig en hann ræsir annar í keppni kvöldsins.
Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira