Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. maí 2023 16:15 Frá vinstri: Gennaro Sangiugliano, menningarmálaráðherra Ítalíu, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og Antonoio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu. Sá síðastnefndi krefst þess að frönsk stjórnvöld biðji Meloni og alla ítölsku þjóðina afsökunar fyrir móðgandi ummæli í garð forsætisráðherrans. Antonio Masiello/Getty Images Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar. Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans. Frakkland Ítalía Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans.
Frakkland Ítalía Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira