Ætlar að heiðra minningu Bryant-feðginanna eftir stórleik í nótt Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 07:31 Klay Thompson æðir að körfu Lakers í sigrinum góða í gærkvöld. AP/Godofredo A. Vásquez Klay Thompson setti niður átta þriggja stiga skot fyrir meistara Golden State Warriors þegar þeir náðu að jafna metin í 1-1 í einvígi sínu við LA Lakers í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. Einvígið færist nú yfir til Los Angeles en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitin. Thompson er frá Los Angeles og Mychal faðir hans spilaði með Lakers og vann tvo NBA-meistaratitla á sínum tíma. Thompson kvaðst hlakka mikið til að spila fyrir framan fjölskyldu og vini í Staples Center, og ætlar að heiðra minningu Kobe Bryant og Giönnu dóttur hans með góðri frammistöðu í næstu tveimur leikjum. „Ég er rosalegur Kobe-stuðningsmaður. Hann var auðvitað minn helsti áhrifavaldur. Ég ætla að spila eins vel og ég get til að heiðra hann og Gigi, því ef maður hefði ekki fylgst með honum og hans þrautseigju í öll þessi ár þá væri ég ekki sá íþróttamaður sem ég er í dag,“ sagði Thompson eftir sigurinn. Thompson gerði gæfumuninn fyrir Golden State í gær en hann skoraði alls þrjátíu stig í leiknum KLAY THOMPSON IN #PLAYOFFMODE 30 PTS8-11 3PMWLAL/GSW Game 3: Sat, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/HONpIWYheu— NBA (@NBA) May 5, 2023 Heimamenn í Golden State náðu líka að koma böndum á Anthony Davis, hetju Lakers í fyrsta leik, en hann skoraði aðeins 11 stig í gærkvöld. LeBron James skoraði 23 stig en Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og 12 stoðsendingar. Golden State stakk af í öðrum og þriðja leikhluta og vann þá leikhluta samtals 84-47 en staðan í hálfleik var 67-56 og 110-80 þegar fjórði leikhluti var eftir. „Þeir gerðu sínar fínstillingar. Við vissum að þeir myndu gera það, því það gera meistaralið. Þeir náðu að nýta heimavallarréttinn í kvöld,“ sagði James eftir leik. Liðin mætast í Los Angeles annað kvöld og aftur á mánudagskvöld áður en fimmti leikur verður spilaður í San Francisco á miðvikudag. NBA Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Einvígið færist nú yfir til Los Angeles en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitin. Thompson er frá Los Angeles og Mychal faðir hans spilaði með Lakers og vann tvo NBA-meistaratitla á sínum tíma. Thompson kvaðst hlakka mikið til að spila fyrir framan fjölskyldu og vini í Staples Center, og ætlar að heiðra minningu Kobe Bryant og Giönnu dóttur hans með góðri frammistöðu í næstu tveimur leikjum. „Ég er rosalegur Kobe-stuðningsmaður. Hann var auðvitað minn helsti áhrifavaldur. Ég ætla að spila eins vel og ég get til að heiðra hann og Gigi, því ef maður hefði ekki fylgst með honum og hans þrautseigju í öll þessi ár þá væri ég ekki sá íþróttamaður sem ég er í dag,“ sagði Thompson eftir sigurinn. Thompson gerði gæfumuninn fyrir Golden State í gær en hann skoraði alls þrjátíu stig í leiknum KLAY THOMPSON IN #PLAYOFFMODE 30 PTS8-11 3PMWLAL/GSW Game 3: Sat, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/HONpIWYheu— NBA (@NBA) May 5, 2023 Heimamenn í Golden State náðu líka að koma böndum á Anthony Davis, hetju Lakers í fyrsta leik, en hann skoraði aðeins 11 stig í gærkvöld. LeBron James skoraði 23 stig en Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og 12 stoðsendingar. Golden State stakk af í öðrum og þriðja leikhluta og vann þá leikhluta samtals 84-47 en staðan í hálfleik var 67-56 og 110-80 þegar fjórði leikhluti var eftir. „Þeir gerðu sínar fínstillingar. Við vissum að þeir myndu gera það, því það gera meistaralið. Þeir náðu að nýta heimavallarréttinn í kvöld,“ sagði James eftir leik. Liðin mætast í Los Angeles annað kvöld og aftur á mánudagskvöld áður en fimmti leikur verður spilaður í San Francisco á miðvikudag.
NBA Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum