Fengu forsmekk af örlögum jarðar þegar stjarna gleypti í sig gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 16:09 Teikning listamanns af stjörnunni ZTF SLRN-2020 gleypa gasrisa. International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/M. Garlick/M. Hópur stjörnfræðinga náði að fylgjast með því fyrsta skipti þegar stjarna gleypti eina af reikistjörnum sínum. Athuganirnar eru sagðar lærdómsríkar því jarðarinnar og hinna innri reikistjarnanna bíða líklega sömu örlög í fjarlægri framtíð. Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira