Elfar Árni: Rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn Árni Gísli Magnússon skrifar 3. maí 2023 21:20 Elfar Árni skoraði sigurmarkið KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum. „Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu. Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
„Er mjög sáttur. Við ætluðum að koma hérna og taka stigin og það er geggjað að þau hafi dottið í hús.” Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en mörkunum rigndi inn í seinni hálfleik, hvernig stóð á því? „Sennilega út af því að fyrri hálfleikurinn var svo leiðinlegur að það þurfti eitthvað undan að láta”, sagði Elfar glettinn og hélt áfram. „Fyrri hálfleikurinn var bara rosalega daufur fannst mér. Það var lítið um færi á báða bága og almennt svona slen yfir mönnum en svo lifnaði heldur betur yfir þessu í seinni hálfleik.” KA var einungis með fjögur skoruð mörk fyrir leikinn en bættu fjórum mörkum við í leiknum í dag. Er búið að leggja mikla áherslu á sóknarleikinn? „Já við erum búnir að fara aðeins yfir þetta í vikunni og ætluðum að skerpa á sóknarleiknum og það kom aðeins betur í seinni hálfleik og það er vonandi það sem koma skal.” Elfar skoraði glæsilegt mark í leiknum og undirritaður fékk hann til að lýsa markinu: „Hrannar finnur mig í lappir eins og hann gerir yfirleitt og þá tók ég bara snúninginn og setti hann í vinkilinn. Svoleiðis á þetta að vera”, sagði Elfar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Elfar hefur verið að glíma við töluvert af meiðslum og var markið í dag kærkomið. „Veturinn hefur verið erfiður. Ég hef eiginlega ekkert getað hlaupið eða spilað í fótbolta í að verða þrjá mánuði þannig það er rosalega gott að vera kominn aftur á völlinn og vonandi bara er þetta það sem koma skal hjá mér.” „Núna er ég að fá fleiri og fleiri mínútur og vonandi bara verða þær fleiri á næstunni”, sagði Elfar að endingu.
Íslenski boltinn Besta deild karla KA FH Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira