„Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi“ Jón Már Ferro skrifar 3. maí 2023 16:00 Frnak Lampard og Thiago Silva hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Sjötta tap Chelsea í röð undir stjórn Frank Lampard kom í gærkvöldi gegn Arsenal. Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas. Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
Chelsea var þremur mörkum undir eftir einungis 34 mínútur og varnarleikur liðsins í molum. Sóknarleikur þeirra var ekki mikið skárri líkt og í undanförnum leikjum en þeir náðu að laga stöðuna í lokin og endaði leikurinn því 3-1. „Varnarlínan kom ekki nógu ofarlega og þar af leiðandi fengu þeir of mikið svæði. Sóknarlega spiluðum við ekki í gegnum pressuna þeirra. Við gerðum allt sem gerir lið að þægilegum andstæðingi,“ segir Frank Lampard, þjálfari liðsins, í viðtali við Sky Sport. Margir hlutir í leik Chelsea fóru úrskeiðis í gær en einn þeirra er skortur á ákefð. Bæði sóknarlega en sérstaklega varnarlega. "Six years ago, we finished tenth. We won the Premier League a year later... I lived it, it's doable." Cesc Fabregas offers hope to Chelsea fans pic.twitter.com/69YaByZ6hy— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 2, 2023 Einn þeirra sem gagnrýnir Chelsea er Jimmy Floyd Hasselbaink. Hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma fyrir Leeds, Chelsea, Middlesbrough og Charlton. „Þetta gerist þegar þú ert ekki að spila vel, þegar þú gerir ekki grunnatriðin rétt og þegar þú leggur ekki nógu mikið á þig,“ segir Hasselbaink við Sky Sport og hélt áfram. „Ákefðin var mjög lítil. Fyrirgjafirnar komu of auðvelda inn á teiginn vegna þess að leikmenn gerðu ekki nóg til að komast fyrir þær. Þegar þú gerir það muntu alltaf eiga í vandræðum.“ Cesc Fabregas tók í sama streng. Hann vann ensku úrvalsdeildina með Chelsea og spilaði 350 leiki í heildina með Arsenal og Chelsea. „Ég trúði ekki taktísku og tæknilegu mistökunum sem leikmenn Chelsea voru að gera,“ segir Fabregas á Sky Sport. Á sínum tíma tók Fabregas þátt í því að endurreisa Chelsea 2016-17 tímabilið þegar Antonio Conte var ráðinn stjóri. Tímabilið áður hafði Guus Hiddink tekið við sem bráðabirgaðstjóri af Jose Mourinho sem var með liðið í tíunda sæti. Svipuð staða er uppi núna. „Við unnum ensku úrvalsdeildina. Það er ekki ómögulegt. Ég var þarna. Ef það kemur inn þjálfari með reynslu og karakter, sem er með skýra sín, þá er þetta gerlegt,“ segir Fabregas.
Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira