„Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 23:01 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í kvöld. Vísir/Bára „Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Eftir að hafa komist í 2-0 í einvíginu komust Þórsarar hreinlega ekki lengra. Við báðum Lárus um að gera tímabilið aðeins upp, kannski ósanngjörn krafa svona strax eftir tap, en Lárus setti það ekki fyrir sig og vippaði upp langri og ítarlegri greiningu á tímabilinu. „Þetta er búið að vera held ég mjög mikilvægt tímabil fyrir Þór Þorlákshöfn. Fyrir það fyrsta þá fórum við í fyrsta skipti í sögunni í Evrópukeppni. Fyrsta liðið frá Íslandi sem gerir það í mörg mörg ár. Við vorum mjög stórhuga en svo byrjuðum við mjög illa í deildinni og þurftum að gera mjög drastískar breytingar.“ „Vorum í fallsæti í janúar en mér fannst strákarnir, þá sérstaklega kjarninn í liðinu, aldrei missa trúna. Það var ofboðslega mikilvægt því það er svo auðvelt að leggja niður laupana þegar illa gengur. Þeir höfðu alltaf trúa á því að við gætum farið alla leið. Ég myndi segja að þetta tímabil hafi verið rosalega lærdómsríkt. Bæði útaf Evrópukeppninni og lenda í svona brekku. Fórum yfir hvaða breytingar við þurftum að gera og lærðum hvað við vildum standa fyrir sem lið.“ „Við sáum það líka í vetur hversu rosalega mikilvægur þessi heimakjarni er. Bræðurnir auðvitað hrikalega góðir, en langar líka að minnast á Dabba og Emil. Þeir voru hjartað í þessu. Þegar það var 5-0 í deildinni þá fannst þeim það ekkert mál. Alltaf bara áfram gakk og tökum næsta leik, þýðir ekkert annað. Ekkert væl, bara finna lausnir. Ég held að það hafi verið þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum, förum í leik fimm á móti Íslandsmeisturum, í staðinn fyrir að spila í 1. deildinni næsta vetur.“ Aðspurður um framhaldið í Þorlákshöfn næsta vetur var Lárus bjartsýnn. Meira af því sama á dagskránni, og hver veit nema Styrmir Snær Þrastarson taki eitt tímabil enn heima áður en hann heldur út í atvinnumennskuna. „Við erum með þennan kjarna og þeir eru allir á samningum. Við sjáum bara til. Auðvitað vonum við að Styrmir komist að í atvinnumennsku, annars er hann með eitt ár í viðbót á samning hjá okkur. Ég myndi alveg þiggja það en hann er bara það góður að hann á að fara lengra í þessu. Við ætlum að gera bara svipað, byggja á okkar heimakjarna, lærðum það. Koma bara sterkir næsta vetur. Takk fyrir okkur og til hamingju Valur!“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorlákshöfn 102-95 | Íslandsmeistararnir í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals eru á leið í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í kvöld, 102-95. Valsmenn mæta Tindastól í úrslitum og við fáum því endurtekningu á úrslitaeinvígi síðasta árs. 2. maí 2023 22:08