Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. apríl 2023 21:52 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. Vísir/Bára Dröfn Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. „Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
„Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn