„Við stækkuðum um helming“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. apríl 2023 20:09 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. „Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
„Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00