„Langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta“ Jón Már Ferro skrifar 28. apríl 2023 09:01 Sigrún Ella Einarsdóttir (númer 28) eftir 3-0 sigur gegn Ísrael árið 2014 í undankeppni HM. Vísir/Andri Marinó „Ég var eiginlega bara hætt þangað til að Stjarnan talaði við mig. Það er erfitt að slíta sig frá þessu svo þetta var óvænt ánægja,“ segir hin 31 árs gamla, Sigrún Ella Einarsdóttir, sem er gengin í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni. Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni.
Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55