„Við kunnum að spila þéttan varnarleik“ Jón Már Ferro skrifar 26. apríl 2023 20:51 Sandra María Jessen skoraði sigurmark Þór/KA gegn Stjörnunni í sjókomu í Garðabæ. vísir/Vilhelm Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið í 0-1 sigri Þór/KA gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira
„Þetta var rosalega mikill baráttu leikur og ég get alveg sagt að þetta er einn erfiðasti útivöllur deildarinnar. Þannig við erum ekkert annað en stoltar að hafa fengið þrjú stig og unnið fyrir þessu með dugnaði, baráttu og vilja. Kannski ekki besti fótboltinn sem við spiluðum en fengum þrjú stig og það er það sem telur,“ sagði Sandra sem var eðlilega mjög ánægð. Stjarnan komst oft á tíðum inn á teig Þórs/KA en fengu þó ekki mörg dauðafæri. Sandra varð stundum stressuð um að fá jöfnunarmarkið á sig. „Jú að sjálfsögðu er maður alltaf stressaður um það en á sama tíma hefur maður trú á að maður klári verkefnið. Það var mikilvægt í dag og ég held að við höfum allar verið sammála um að við ætluðum að taka þrjú stig og hefna okkar fyrir úrslitin í Lengjubikarnum.“ Skallamark Söndru var eftir fyrirgjöf og undirbúning, Ísfoldar Marý Sigtryggsdóttur, af hægri kantinum. Erin Katrina Mcleod, markmaður Stjörnunnar, var í boltanum en skallinn var of fastur og utarlega. „Jú það var rosalega ljúft að sjá hann inni, ég viðurkenni það og gott fyrir mig persónulega að vera búin að ná fyrsta markinu í sumar. Mikilvægt mark á góðum útivelli, þannig ég er mjög glöð.“ Liðsfélagar Söndru fagna vel og innilega.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hafa oft á tíðum varist aftarlega og beitt skyndisóknum þá er ekki víst að Þór/KA spili alltaf svoleiðis í sumar. „Við þurfum að sjá hvernig andstæðingurinn er hvernig hann er að spila en þetta er klárlega styrkleiki hjá okkur. Við kunnum að spila þéttan varnarleik, höfum farið vel í það í vetur og æfa okkur mikið í því. Framfarirnar á liðinu varnarlega frá síðasta sumri lætur þetta líta út fyrir að vera nýtt lið. Það kemur til með að við þurfum að nota þetta en við þurfum að sjá hvern leik fyrir sig.“ Sandra varðist frábærlega í kvöld líkt og liðsfélagar hennar. Hulda Ósk Jónsdóttir var á hægri kantinum og þurfti líkt og Sandra oft á tíðum að koma ansi neðarlega til að verjast. „Auðvitað getur maður alltaf gert betur en ég nýtti það tækifæri sem ég fékk til að skora og það var mjög mikilvægt í dag. Auðvitað hefði maður viljað taka enn meiri þátt í sóknarleiknum en fyrst og fremst var fókusinn á að ná góðum varnarleik og ég Hulda Ósk vorum mjög aftarlega sem kantmenn í dag og vorum að beita skyndisóknum. Maður hefði viljað sækja aðeins meira en þrjú stig og ég skora. Ég verð að vera glöð.“ Sandra vill helst ekki að það snjói aftur í sumar en tekur sigrinum hinsvegar fagnandi. „Ég get ekki samþykkt það en ég meina það gekk vel í dag og sigur er sigur sama hvernig veðrið er.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55