Bætir við einni Dash 8-400 og notar í Evrópuflugi á ný Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2023 15:36 Q400 eru lengri gerðin í Dash 8-flota Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair bætir við einni 76 sæta Dash 8 Q400-flugvél í flotann fyrir sumarið. Jafnframt hyggst félagið á ný nota þessa flugvélartegund á nokkrum Evrópuleiðum fyrri hluta sumars en þó einungis tímabundið. Flugáætlanasíðan Aeroroutes vakti nýlega athygli á því að Icelandair hefði sett Q400-vélina í áætlunarflug á nokkrar evrópskar borgir í maí og júnímánuði og nefndi Bergen, Dublin og Osló. Fréttasíðan Simple Flying fjallaði einnig um áformin og nefndi Manchester sem fjórða áfangastað Icelandair á Q400 í einni ferð í júní en sagðir flestar ferðirnar til Oslóar. „Já, við förum fjórtán ferðir á Q400 til áfangastaða utan Íslands og Grænlands í júní,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurður um málið en tekur fram að þetta nemi um 0,01% af rúmlega 1600 ferðum félagsins í mánuðinum. „Þetta er gert til að búa til aukið rými til að klára viðhald á flugvélum áður en háönnin hefst,“ segir Guðni. Q400-vél Icelandair á flugi.Vísir/Vilhelm Icelandair keypti upphaflega þrjár Bombardier Q400-vélar einmitt með það í huga að nota þær ekki aðeins í innanlands- og Grænlandsflugi heldur einnig á styttri leiðum til Evrópu. Þannig nýtti félagið vélarnar í áætlunarflugi til bæði Belfast og Aberdeen á árunum 2016 til 2018 og tilkynnti þá að 72 sæti yrðu um borð í millilandafluginu. Núna eru sætin hins vegar 76 talsins. Þótt Q400 vélarnar séu býsna hraðfleygar, fljúga á um 670 kílómetra hraða á klukkustund, eru þær hægfleygari en farþegaþotur Icelandair, sem venjulega fljúga á um 850 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta þýðir lengri flugtíma á Evrópuleiðunum. Þannig segir Simple Flying að flugtíminn á Q400 milli Bergen og Keflavíkur verði 3 klukkustundir og 10 mínútur en milli Keflavíkur og Oslóar 3 klukkustundir og 50 mínútur. Eftir að Q400-fluginu var hætt til Belfast og Aberdeen seldi Flugfélag Íslands, dótturfélag Icelandair, eina af vélunum og fækkaði þeim niður í tvær. Núna er sú þriðja að bætast aftur við. „Við eigum von á einni Q400 til viðbótar í flotann og eigum von á henni í rekstur fyrir júní. Þegar hún kemur verða þrjár Q400 vélar og þrjár Q200 í DHC flotanum,“ segir Guðni. Icelandair hefur nokkrum sinnum þurft að nota þotur í innanlandsflugi undanfarin misseri þegar Dash 8-vélar hafa ekki verið til reiðu. Núna snýst þetta við.Vísir/Vilhelm „Nýja vélin mun auka sveigjanleika og bæta áreiðanleika í innanlands- og Grænlandsflugi. Við höfum aukið tíðni til áfangastaða á Grænlandi og fært Grænlandsflugið alfarið til Keflavíkur til að bæta tengiupplifun alþjóðlegra farþega,“ segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir jafnframt litið til þess að fjölgun flugvéla gefi félaginu tækifæri á að tengja Akureyri og jafnvel fleiri áfangastaði við leiðakerfið í Keflavík með tíð og tíma. Óánægju hefur gætt undanfarin misseri með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu, eins og heyra má um þessari frétt: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Tengdar fréttir „Við þurfum að gera miklu betur“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. 20. september 2022 09:12 „Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. 20. febrúar 2023 22:00 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21. maí 2021 11:09 Icelandair flýgur til Belfast Flugfélag Íslands mun annast flugið á Bombardier Q400 flugvél félagsins. 2. desember 2016 11:18 Hefja flug til Aberdeen Icelandair fer í samstarf við Flugfélag Íslands um áætlunarflug til Skotlands 18. ágúst 2015 07:00 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Flugáætlanasíðan Aeroroutes vakti nýlega athygli á því að Icelandair hefði sett Q400-vélina í áætlunarflug á nokkrar evrópskar borgir í maí og júnímánuði og nefndi Bergen, Dublin og Osló. Fréttasíðan Simple Flying fjallaði einnig um áformin og nefndi Manchester sem fjórða áfangastað Icelandair á Q400 í einni ferð í júní en sagðir flestar ferðirnar til Oslóar. „Já, við förum fjórtán ferðir á Q400 til áfangastaða utan Íslands og Grænlands í júní,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurður um málið en tekur fram að þetta nemi um 0,01% af rúmlega 1600 ferðum félagsins í mánuðinum. „Þetta er gert til að búa til aukið rými til að klára viðhald á flugvélum áður en háönnin hefst,“ segir Guðni. Q400-vél Icelandair á flugi.Vísir/Vilhelm Icelandair keypti upphaflega þrjár Bombardier Q400-vélar einmitt með það í huga að nota þær ekki aðeins í innanlands- og Grænlandsflugi heldur einnig á styttri leiðum til Evrópu. Þannig nýtti félagið vélarnar í áætlunarflugi til bæði Belfast og Aberdeen á árunum 2016 til 2018 og tilkynnti þá að 72 sæti yrðu um borð í millilandafluginu. Núna eru sætin hins vegar 76 talsins. Þótt Q400 vélarnar séu býsna hraðfleygar, fljúga á um 670 kílómetra hraða á klukkustund, eru þær hægfleygari en farþegaþotur Icelandair, sem venjulega fljúga á um 850 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta þýðir lengri flugtíma á Evrópuleiðunum. Þannig segir Simple Flying að flugtíminn á Q400 milli Bergen og Keflavíkur verði 3 klukkustundir og 10 mínútur en milli Keflavíkur og Oslóar 3 klukkustundir og 50 mínútur. Eftir að Q400-fluginu var hætt til Belfast og Aberdeen seldi Flugfélag Íslands, dótturfélag Icelandair, eina af vélunum og fækkaði þeim niður í tvær. Núna er sú þriðja að bætast aftur við. „Við eigum von á einni Q400 til viðbótar í flotann og eigum von á henni í rekstur fyrir júní. Þegar hún kemur verða þrjár Q400 vélar og þrjár Q200 í DHC flotanum,“ segir Guðni. Icelandair hefur nokkrum sinnum þurft að nota þotur í innanlandsflugi undanfarin misseri þegar Dash 8-vélar hafa ekki verið til reiðu. Núna snýst þetta við.Vísir/Vilhelm „Nýja vélin mun auka sveigjanleika og bæta áreiðanleika í innanlands- og Grænlandsflugi. Við höfum aukið tíðni til áfangastaða á Grænlandi og fært Grænlandsflugið alfarið til Keflavíkur til að bæta tengiupplifun alþjóðlegra farþega,“ segir upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir jafnframt litið til þess að fjölgun flugvéla gefi félaginu tækifæri á að tengja Akureyri og jafnvel fleiri áfangastaði við leiðakerfið í Keflavík með tíð og tíma. Óánægju hefur gætt undanfarin misseri með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu, eins og heyra má um þessari frétt:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Tengdar fréttir „Við þurfum að gera miklu betur“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. 20. september 2022 09:12 „Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. 20. febrúar 2023 22:00 Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33 Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21. maí 2021 11:09 Icelandair flýgur til Belfast Flugfélag Íslands mun annast flugið á Bombardier Q400 flugvél félagsins. 2. desember 2016 11:18 Hefja flug til Aberdeen Icelandair fer í samstarf við Flugfélag Íslands um áætlunarflug til Skotlands 18. ágúst 2015 07:00 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Við þurfum að gera miklu betur“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. 20. september 2022 09:12
„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. 20. febrúar 2023 22:00
Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. 30. júní 2022 22:33
Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21. maí 2021 11:09
Icelandair flýgur til Belfast Flugfélag Íslands mun annast flugið á Bombardier Q400 flugvél félagsins. 2. desember 2016 11:18
Hefja flug til Aberdeen Icelandair fer í samstarf við Flugfélag Íslands um áætlunarflug til Skotlands 18. ágúst 2015 07:00
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00