„Spurning hvort það þýði ónýtur völlur í allt sumar?“ Jón Már Ferro skrifar 26. apríl 2023 14:02 Fer stórleikur FH - KR fram á Kaplakrikavelli? Vísir/Hulda Margrét Eins og stendur er Kaplakrikavöllur ekki í góðu standi en stórleikur FH og KR á að fara fram á vellinum á föstudaginn. „Ég myndi segja að það væri skynsamlegast að sleppa því að spila á lélegum velli hérna upp á framhaldið hjá okkur. Hann er ekki góður og það er verið að vinna í því hvort honum verði frestað eða ekki,“ segir Sigmundur Pjetur Ástþórsson, vallarstjóri í Kaplakrika. „Það er við frostmark á nóttunni og lítið við þessu að gera þegar við erum ekki með undirhita. Dúkurinn gerir ekki nóg einn og sér þegar það er svona kalt. Þú sérð muninn á dúk og undirhita fyrir norðan hjá Þór,“ segir Sigmundur og vitnar þar í iða grænan Þórsvöll. „Ef það er hægt að spila á miðvellinum þá er hægt að spila á Kaplakrikavelli þótt það sé rugl að gera það. Það fer illa með völlinn og hægir á að hann skáni með því að taka dúkinn af,“ segir Sigmundur. Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, segir það skýrist á næstu klukkutímum hvort spilað verði á Kaplakrikavelli á föstudag. „Við spiluðum á Miðvellinum um daginn og hann hefur ekki versnað síðan þá. Svo er það hvort íhuga þurfi frestun og hvort það sé yfir höfuð hægt,“ segir Sigurvin. „Það er hægt að spila á vellinum en spurning hvort það þýði ónýtur völlur í allt sumar? Völlurinn átti að vera tilbúinn en það hefur verið kalt síðustu daga og hann hefur ekki tekið við sér,“ segir Sigurvin. „Það er næturfrost framundan og völlurinn er ekki almennilega þiðnaður eftir veturinn. Mögulega er hann bara of harður. Sérstaklega skuggasvæðið við stúkuna.“ „Ef það á að íhuga frestun þá er það ekki gert blindandi. Það þarf að sjá hvar sá leikur yrði spilaður,“ segir Sigurvin að lokum. FH Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri skynsamlegast að sleppa því að spila á lélegum velli hérna upp á framhaldið hjá okkur. Hann er ekki góður og það er verið að vinna í því hvort honum verði frestað eða ekki,“ segir Sigmundur Pjetur Ástþórsson, vallarstjóri í Kaplakrika. „Það er við frostmark á nóttunni og lítið við þessu að gera þegar við erum ekki með undirhita. Dúkurinn gerir ekki nóg einn og sér þegar það er svona kalt. Þú sérð muninn á dúk og undirhita fyrir norðan hjá Þór,“ segir Sigmundur og vitnar þar í iða grænan Þórsvöll. „Ef það er hægt að spila á miðvellinum þá er hægt að spila á Kaplakrikavelli þótt það sé rugl að gera það. Það fer illa með völlinn og hægir á að hann skáni með því að taka dúkinn af,“ segir Sigmundur. Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, segir það skýrist á næstu klukkutímum hvort spilað verði á Kaplakrikavelli á föstudag. „Við spiluðum á Miðvellinum um daginn og hann hefur ekki versnað síðan þá. Svo er það hvort íhuga þurfi frestun og hvort það sé yfir höfuð hægt,“ segir Sigurvin. „Það er hægt að spila á vellinum en spurning hvort það þýði ónýtur völlur í allt sumar? Völlurinn átti að vera tilbúinn en það hefur verið kalt síðustu daga og hann hefur ekki tekið við sér,“ segir Sigurvin. „Það er næturfrost framundan og völlurinn er ekki almennilega þiðnaður eftir veturinn. Mögulega er hann bara of harður. Sérstaklega skuggasvæðið við stúkuna.“ „Ef það á að íhuga frestun þá er það ekki gert blindandi. Það þarf að sjá hvar sá leikur yrði spilaður,“ segir Sigurvin að lokum.
FH Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58