Opnar fyrir það að Meistaradeildarleikir verði spilaðir í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 16:00 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Matthias Hangst Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, afskrifar alls ekki að spila stórleiki í Meistaradeildinni í fótbolta hinum megin við Atlantshafið. Ceferin ræddi þennan möguleika í viðtali hjá Roger Bennett í vinsæla bandaríska fótboltaþættinum „Men in Blazers“ en Meistaradeildin er alltaf að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum. UEFA president Aleksander Ceferin is open to a discussion about playing significant Champions League games in the United States https://t.co/3Etk80jHRf— ESPN FC (@ESPNFC) April 25, 2023 „Það er möguleiki á að Meistaradeildin verði spiluð í Bandaríkjunum. Við höfum hafið viðræður. Í ár fer úrslitaleikurinn fram í Istanbul, 2024 verður hann í London og árið 2025 fer hann fram í München. Eftir það getum við skoðað það. Sjáum til. Það er möguleiki,“ sagði Aleksander Ceferin. Það liggur í augum uppi að þessi leikur verður væntanlega úrslitaleikur keppninnar sem er sá eini sem er spilaður á hlutlausum velli. Það var fyrst árið 2016 sem Ceferin fór að tala um hugmynd sína að spila Evrópuleiki í Bandaríkjunum. Gab Marcotti hjá ESPN segir að þetta hafi verið rætt á síðasta fundi framkvæmdanefndar UEFA sem fram fór í Króatíu en eins og fundi knattspyrnusambanda Evrópu í Istanbul. Ceferin hefur ávallt neitað að slíkar umræður hafi farið fram en nú virðist það vera breytt. UEFA President eferin: Champions League games being played in USA? It's possible. We started to discuss about that , told @MenInBlazers. In 2025, the final is in Munich after that, let's see . pic.twitter.com/7T00qLik9e— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2023 Ceferin ræddi líka fjárhafslegan ávinning af þessu í viðtalinu við Bennett. „Fótbolti er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum þessa dagana. Ameríkanar eru tilbúnir að borga mikið fyrir það besta og ekkert fyrir það sem fyrir neðan það. Þeir fylgjast því með evrópska fótboltanum eins og körfuboltaáhugafólk fylgist með NBA-deildinni í Bandaríkjunum,“ sagði Ceferin. „Þetta er mjög mikilvægur markaður fyrir okkur í framtíðinni. Við erum líka að selja sjónvarpsréttinn þangað. Styrktaraðilar frá Bandaríkjunum er svona lala í dag en hér í Bandaríkjunum þá markaðssetningin allt önnur en í Evrópu. Á því sviði eru Ameríkanar miklu hæfileikaríkari en við Evrópubúarnir,“ sagði Ceferin. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ceferin ræddi þennan möguleika í viðtali hjá Roger Bennett í vinsæla bandaríska fótboltaþættinum „Men in Blazers“ en Meistaradeildin er alltaf að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum. UEFA president Aleksander Ceferin is open to a discussion about playing significant Champions League games in the United States https://t.co/3Etk80jHRf— ESPN FC (@ESPNFC) April 25, 2023 „Það er möguleiki á að Meistaradeildin verði spiluð í Bandaríkjunum. Við höfum hafið viðræður. Í ár fer úrslitaleikurinn fram í Istanbul, 2024 verður hann í London og árið 2025 fer hann fram í München. Eftir það getum við skoðað það. Sjáum til. Það er möguleiki,“ sagði Aleksander Ceferin. Það liggur í augum uppi að þessi leikur verður væntanlega úrslitaleikur keppninnar sem er sá eini sem er spilaður á hlutlausum velli. Það var fyrst árið 2016 sem Ceferin fór að tala um hugmynd sína að spila Evrópuleiki í Bandaríkjunum. Gab Marcotti hjá ESPN segir að þetta hafi verið rætt á síðasta fundi framkvæmdanefndar UEFA sem fram fór í Króatíu en eins og fundi knattspyrnusambanda Evrópu í Istanbul. Ceferin hefur ávallt neitað að slíkar umræður hafi farið fram en nú virðist það vera breytt. UEFA President eferin: Champions League games being played in USA? It's possible. We started to discuss about that , told @MenInBlazers. In 2025, the final is in Munich after that, let's see . pic.twitter.com/7T00qLik9e— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2023 Ceferin ræddi líka fjárhafslegan ávinning af þessu í viðtalinu við Bennett. „Fótbolti er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum þessa dagana. Ameríkanar eru tilbúnir að borga mikið fyrir það besta og ekkert fyrir það sem fyrir neðan það. Þeir fylgjast því með evrópska fótboltanum eins og körfuboltaáhugafólk fylgist með NBA-deildinni í Bandaríkjunum,“ sagði Ceferin. „Þetta er mjög mikilvægur markaður fyrir okkur í framtíðinni. Við erum líka að selja sjónvarpsréttinn þangað. Styrktaraðilar frá Bandaríkjunum er svona lala í dag en hér í Bandaríkjunum þá markaðssetningin allt önnur en í Evrópu. Á því sviði eru Ameríkanar miklu hæfileikaríkari en við Evrópubúarnir,“ sagði Ceferin.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira