Sara Sigmunds hættir óvænt hjá WIT og opnar nýjan kafla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur hætt samstarfi sínu við WIT Fitnes en á ennþá hlut í fyrirtækinu. Instagram/@sarasigmunds WIT Fitness sendi í gær frá sér óvænta tilkynningu þar sem fyrirtækið þakkaði íslensku CrossFit konunni Söru Sigmundsdóttur fyrir tíma þeirra saman. Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
Sara er þannig hætt samstarfi sínu við WIT en hún gekk til liðs við íþróttavöruframleiðandann í nóvember 2020. Sara hefur upplifað erfiða og krefjandi tíma á samningstímanum inn á keppnisgólfinu og missti alveg af fyrsta tímabilinu vegna hnémeiðsla. Utan keppnisgólfsins hafa hæfileikar Söru hins vegar fengið að njóta sín. Sara og WIT hafa sent frá sér átta fatalínur í hennar nafni og héldu meðal annars tískusýningu þar sem okkar kona fór að sjálfsögðu á kostum. Sérstaka athygli vakti þegar Sara fékk að hanna vörurnar sínar sjálf og en hún virtist njóta sín í því hlutverki. Útkoman vakti líka lukku hjá mörgum. Þrátt fyrir að Sara sé hætt hjá WIT þá mun hún áfram eiga hlut í fyrirtækinu. Það er því ekki alveg klippt á tengslin þrátt fyrir þessa ákvörðun. „WIT leyfði mér svo sannarlega að láta ástríðu mína fyrir fatahönnun verða að veruleika með því að gefa út nokkrar fatalínur þar sem sköpunargáfa mín fékk að njóta sín betur en ég hefði getað ímyndað mér. Ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri og fyrir allt sem ég hef lært á þessum tíma,“ sagði Sara við Morning Chalk Up. „Þó að leiðir okkar skilji núna og að ég sé á leiðinni að hefja nýjan kafla á mínum ferli þá get ég sagt það af heilum hug að WIT mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Einu sinni í liði WIT, alltaf hluti af WIT,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira