Tvö lið í sumarfrí en eitt hélt sér á lífi í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 07:20 Devin Booker átti magnaðan leik með Phoenix Suns liðinu í nótt. AP/Matt York Los Angeles Clippers og Minnesota Timberwolves eru bæði komin í sumarfrí eftir tap í nótt í fimmta leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvígi sínu á móti Boston Celtics. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu og Jamal Murray skoraði 35 stig þegar Denver Nuggets sló út Minnesota Timberwolves með 112-109 sigri. Denver vann einvígið því 4-1. Jokic bauð upp á 28 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum en hitti aðeins úr 8 af 29 skotum sínum. DEVIN. BOOKER.47 PTS8 REB10 AST70% FGSuns win Game 5 and advance to the Western Conference Semifinals #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/NqMHE1pSEX— NBA (@NBA) April 26, 2023 Phoenix Suns er líka komið áfram eftir 136-130 sigur á Los Angeles Clippers og þar með 4-1 sigur samanlagt. Devin Booker átti magnaðan leik en hann var með 47 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Kevin Durant skoraði 31 stig en saman hittu þeir félagar úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum. Booker var með 25 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. Norman Powell skoraði 27 stig fyrir Clippers liðið en Russell Westbrook (14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum í leiknum. Clippers vann fyrsta leikinn í einvíginu en tapaði síðan næstu fjórum. Kawhi Leonard spilaði bara fyrstu tvo leikina en meiddist svo á hné. Denver Nuggets og Phoenix Suns mætast í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvíginu á móti Boston Celtics með mögnuðum endaspretti en Hawks minnkaði muninn í 3-2 með 119-117 sigri í Boston. Celtics var þrettán stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta. Trae Young sá nánast einn til þess að það verður annar leikur í einvíginu því hann skoraði fjórtán síðustu stig Atlanta Hawks liðsins í leiknum þar á meðal þriggja stiga sigurkörfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir. Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 35 stig fyrir Boston en Jayson Tatum var með 19 stig. Tatum hitti aðeins úr 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum en var með 8 fráköst og 8 stoðsendingar. KD balled out as the Suns won Game 5 31 PTS, 6 REB, 4 ASTPHX advances to the Western Conference Semifinals.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/HNHsEjklQv— NBA (@NBA) April 26, 2023 NBA Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Nikola Jokic var með þrefalda tvennu og Jamal Murray skoraði 35 stig þegar Denver Nuggets sló út Minnesota Timberwolves með 112-109 sigri. Denver vann einvígið því 4-1. Jokic bauð upp á 28 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum en hitti aðeins úr 8 af 29 skotum sínum. DEVIN. BOOKER.47 PTS8 REB10 AST70% FGSuns win Game 5 and advance to the Western Conference Semifinals #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/NqMHE1pSEX— NBA (@NBA) April 26, 2023 Phoenix Suns er líka komið áfram eftir 136-130 sigur á Los Angeles Clippers og þar með 4-1 sigur samanlagt. Devin Booker átti magnaðan leik en hann var með 47 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Kevin Durant skoraði 31 stig en saman hittu þeir félagar úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum. Booker var með 25 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. Norman Powell skoraði 27 stig fyrir Clippers liðið en Russell Westbrook (14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum í leiknum. Clippers vann fyrsta leikinn í einvíginu en tapaði síðan næstu fjórum. Kawhi Leonard spilaði bara fyrstu tvo leikina en meiddist svo á hné. Denver Nuggets og Phoenix Suns mætast í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvíginu á móti Boston Celtics með mögnuðum endaspretti en Hawks minnkaði muninn í 3-2 með 119-117 sigri í Boston. Celtics var þrettán stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta. Trae Young sá nánast einn til þess að það verður annar leikur í einvíginu því hann skoraði fjórtán síðustu stig Atlanta Hawks liðsins í leiknum þar á meðal þriggja stiga sigurkörfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir. Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 35 stig fyrir Boston en Jayson Tatum var með 19 stig. Tatum hitti aðeins úr 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum en var með 8 fráköst og 8 stoðsendingar. KD balled out as the Suns won Game 5 31 PTS, 6 REB, 4 ASTPHX advances to the Western Conference Semifinals.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/HNHsEjklQv— NBA (@NBA) April 26, 2023
NBA Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum