Don Lemon rekinn frá CNN Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 18:41 Don Lemon starfar ekki lengur hjá CNN eftir sautján ára starfsferil hjá fréttastöðinni. Getty/Dominik Bindl Fréttaþulurinn Don Lemon var rekinn frá CNN í dag. Brottreksturinn kemur í kjölfar greinar sem kom út fyrr í mánuðinum sem afhjúpaði ásakanir í garð Lemon nokkur ár aftur í tímann þar sem hann er sakaður um kvenfyrirlitningu og slæma hegðun. Í febrúar var hann gagnrýndur fyrir kvenfyrirlitin ummæli. CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
CNN greindi frá því í dag að Lemon starfaði ekki lengur hjá stöðinni. Í tilkynningu Lemon sjálfs á Twitter sagði hann að fréttastöðin hafi ekki haft kjark til að reka sig í persónu heldur hafi þau gert það í gegnum umboðsmann sinn. „Ég var upplýstur af umboðsmanni mínum í morgun að ég hafi verið rekinn frá CNN. Ég er orðlaus. Eftir 17 ár hjá CNN hefði ég haldið að einhver af stjórnendunum hefðu haft sómann til að segja sér fréttirnar beint,“ skrifaði Lemon í tilkynningunni á Twitter. „Á engum tímapunkti fékk ég nokkra vísbendingu um að ég fengi ekki að halda áfram þeirri vinnu sem ég hef unað hjá fréttakeðjunni. Það er ljóst að það eru stærri þættir að verki. Að því sögðu, vil ég þakka kollegum mínum og þeim mörgu teymum sem ég hef unnið með í þessum ótrúlega spretti. Þau eru hæfileikaríkustu blaðamenn í bransanum og ég óska þeim alls hins besta,“ sagði jafnframt í tilkynningunni. pic.twitter.com/8PyLqvS0d7— Don Lemon (@donlemon) April 24, 2023 CNN svaraði Lemon á Twitter og sagði frásögn hans ónákvæma, honum hafi boðist að hitta stjórn CNN vegna málsins en hann hafi frekar ákveðið að birta yfirlýsinguna á Twitter. Konur á sextugsaldri komnar af léttasta skeiði Undanfarið hefur verið töluverð ólga í kringum Lemon eftir ummæli sem hann lét falla í morgunþættinum CNN This Morning í febrúar. Í þættinum var Nikki Haley, forsetaframbjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2024, til umræðu og tillögur hennar um að eldri stjórnmálamenn færu í hæfnipróf. Lemon sagði þá að hin 51 árs gamla Haley væri komin af léttasta skeiði á starfsferli sínum. Hann sagði að konur væru aðeins í blóma ferilsins þegar þæru væru á þrítugs og fertugsaldri og kannski fimmtugsaldri. Kollegar Lemon gagnrýndu hann í útsendingunni en hann var harður á afstöðu sinni. Christopher Licht, forstjóri CNN, sagði ummæli Lemon „óásættanleg“ í minnisblaði til starfsfólks og að hann hefði átt opinskátt samtal við Lemon um málið þar sem hann baðst afsökunar. Í kjölfarið gekkst Lemon við mistökum sínum á starfsmannafundi. Í síðasta mánuði birti Variety frétt sem afhjúpaði fjölda ásakana í garð Lemon. Þær ásakanir ná nokkur ár aftur í tímann og komu frá fleiri en einum aðila. Lemon neitaði þeim ásökununum. Lemon hefur verið vinsæll fréttamaður hjá CNN en hann gekk fyrst til liðs við stöðina árið 2006. Áður en hann varð hluti af morgunþættinum CNN This Morning fyrir sex mánuðum var hann í meira en átta ár með fréttaskýringaþátinn Don Lemon Tonight frá 2014 til 2022.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira