Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað Kristján Már Unnarsson skrifar 24. apríl 2023 11:03 Flugvél FarCargo er af gerðinni Boeing 757-200. Sosialurin/FarCargo Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið. Bakkafrost, sem er langstærsta fyrirtæki Færeyja, tilkynnti í fyrrasumar að nýstofnað dótturfélag, FarCargo, hefði fest kaup á Boeing 757-200, 47 metra langri þotu með 7.000 kílómetra flugdrægi sem gæti borið allt að 35 tonna farm. Þotunni væri einkum ætlað að fljúga milli Vogaflugvallar í Færeyjum og New York-borgar. Fram kom að FarCargo hefði verið í samstarfi við sænska fyrirtækið West Atlantic til að sjá um öll flugleyfi. FarCargo væri síðan ætlað að taka við flugrekstrinum eftir nokkur ár. Í fyrstu yrðu tíu flugliðar og aðrir starfsmenn fastráðnir hjá félaginu. Teikningin sýnir hvernig flugvélin mun líta út í litum FarCargo.Sosialurin/FarCargo Í frétt færeyska blaðsins Sosialurin fyrir helgi kom fram að samið hefði verið við bandaríska fyrirtækið AerSale um kaup á Boeing-þotunni, sem er af árgerð 2001. Miðað væri við að hún yrði afhent um mánaðamótin júní-júlí. Hún yrði meðal annars útbúin með RNP-flugleiðsögukerfi, sem gerði henni kleift að gera aðflug og lenda í dimmri þoku, eins og algeng er í Vogum. „Þetta er nýr kafli í færeyskri viðskiptasögu,“ sagði Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts, í fréttatilkynningu félagsins í fyrra. Forystumenn Bakkafrosts og FarCargo ásamt flugliðum. Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts og stjórnarformaður FarCargo, lengst til vinstri. Birgir Nielsen, forstjóri FarCargo, lengst til hægri. Milli þeirra er flugmennirnir Meinhard á Høgabóli, Heðin Krett, Rúni Højgaard, Atli Tróndheim og Johan Vágadal.Sosialurin/FarCargo „Stefnt er að því að afhenda ferskan hágæða lax bæði í Bandaríkjunum, Ísrael og öðrum fjarlægum mörkuðum aðeins degi eftir að fiskurinn syndir í færeyskum fjörðum. Við teljum að þetta muni styrkja samkeppnishæfni okkar verulega. Viðskiptavinir, bæði í Ísrael og á bandaríska sushimarkaðnum, krefjast ferskra vara og með þessari miklu styttri leið munum við útvega viðskiptavinum okkar ferskustu vöruna á markaðnum,“ sagði Regin. Fraktrýmið í þotunni. Hún getur borið allt að 35 tonn.Sosialurin/FarCargo Flugvélin verður þó ekki eingöngu nýtt til laxflutninga. FarCargo hyggst bjóða bæði færeyskum og alþjóðlegum fyrirtækjum að kaupa farmrými. Þannig muni til dæmis innflutningsfyrirtæki geta nýtt flugvélina til að fljúga með vörur erlendis frá til Færeyja. Í þessari frétt lýsti talsmaður laxeldisfyrirtækis á Austfjörðum yfir áhuga á fraktflugi með lax frá Egilsstöðum: Forseti Íslands kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn til Færeyja fyrir sex árum: Boeing 757-þotur hafa einnig verið burðarásinn í flugi Icelandair Cargo með ferskan íslenskan fisk á erlenda markaði, sem fjallað var um í þættinum Um land allt árið 2014: Færeyjar Fiskeldi Sjókvíaeldi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13. október 2019 14:45 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Bakkafrost, sem er langstærsta fyrirtæki Færeyja, tilkynnti í fyrrasumar að nýstofnað dótturfélag, FarCargo, hefði fest kaup á Boeing 757-200, 47 metra langri þotu með 7.000 kílómetra flugdrægi sem gæti borið allt að 35 tonna farm. Þotunni væri einkum ætlað að fljúga milli Vogaflugvallar í Færeyjum og New York-borgar. Fram kom að FarCargo hefði verið í samstarfi við sænska fyrirtækið West Atlantic til að sjá um öll flugleyfi. FarCargo væri síðan ætlað að taka við flugrekstrinum eftir nokkur ár. Í fyrstu yrðu tíu flugliðar og aðrir starfsmenn fastráðnir hjá félaginu. Teikningin sýnir hvernig flugvélin mun líta út í litum FarCargo.Sosialurin/FarCargo Í frétt færeyska blaðsins Sosialurin fyrir helgi kom fram að samið hefði verið við bandaríska fyrirtækið AerSale um kaup á Boeing-þotunni, sem er af árgerð 2001. Miðað væri við að hún yrði afhent um mánaðamótin júní-júlí. Hún yrði meðal annars útbúin með RNP-flugleiðsögukerfi, sem gerði henni kleift að gera aðflug og lenda í dimmri þoku, eins og algeng er í Vogum. „Þetta er nýr kafli í færeyskri viðskiptasögu,“ sagði Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts, í fréttatilkynningu félagsins í fyrra. Forystumenn Bakkafrosts og FarCargo ásamt flugliðum. Regin Jacobsen, forstjóri Bakkafrosts og stjórnarformaður FarCargo, lengst til vinstri. Birgir Nielsen, forstjóri FarCargo, lengst til hægri. Milli þeirra er flugmennirnir Meinhard á Høgabóli, Heðin Krett, Rúni Højgaard, Atli Tróndheim og Johan Vágadal.Sosialurin/FarCargo „Stefnt er að því að afhenda ferskan hágæða lax bæði í Bandaríkjunum, Ísrael og öðrum fjarlægum mörkuðum aðeins degi eftir að fiskurinn syndir í færeyskum fjörðum. Við teljum að þetta muni styrkja samkeppnishæfni okkar verulega. Viðskiptavinir, bæði í Ísrael og á bandaríska sushimarkaðnum, krefjast ferskra vara og með þessari miklu styttri leið munum við útvega viðskiptavinum okkar ferskustu vöruna á markaðnum,“ sagði Regin. Fraktrýmið í þotunni. Hún getur borið allt að 35 tonn.Sosialurin/FarCargo Flugvélin verður þó ekki eingöngu nýtt til laxflutninga. FarCargo hyggst bjóða bæði færeyskum og alþjóðlegum fyrirtækjum að kaupa farmrými. Þannig muni til dæmis innflutningsfyrirtæki geta nýtt flugvélina til að fljúga með vörur erlendis frá til Færeyja. Í þessari frétt lýsti talsmaður laxeldisfyrirtækis á Austfjörðum yfir áhuga á fraktflugi með lax frá Egilsstöðum: Forseti Íslands kynnti sér starfsemi Bakkafrosts í heimsókn til Færeyja fyrir sex árum: Boeing 757-þotur hafa einnig verið burðarásinn í flugi Icelandair Cargo með ferskan íslenskan fisk á erlenda markaði, sem fjallað var um í þættinum Um land allt árið 2014:
Færeyjar Fiskeldi Sjókvíaeldi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13. október 2019 14:45 Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22
Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13. október 2019 14:45
Núna kann ég næstum því að tala færeysku Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja og kynntist mikilvægustu útflutningsafurð Færeyinga. 18. maí 2017 21:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent