Höfum ekki áhuga á að fara í sumarfrí strax Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:17 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét „Þetta var okkar langbesti leikur í vetur“, sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 14 marka sigur á Stjörnunni norður á Akureyri í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni en leikurinn endaði 34 - 18 og var sigur heimakvenna aldrei í hættu. „Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“ KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
„Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“
KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira