„Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“ Jón Már Ferro skrifar 18. apríl 2023 09:00 Hörður Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins. vísir/bára dröfn „Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi. Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús. Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús.
Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15