Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2023 08:04 Lýst var eftir Filippu á laugardaginn eftir að hún hafði ekki skilað sér heim úr blaðarúnti sínum. Lögregla í Danmörku/Getty Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu. 32 ára karlmaður var handtekinn vegna málsins síðdegis í gær og verður hann leiddur fyrir dómara klukkan níu í dag þar sem lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Sagt var frá hvarfi Filippu eftir að hún hafði ekki skilað sér heim úr dagblaðarúnti sínum á laugardagsmorguninn. Hún hafði þá farið á hjóli sínu til að bera út blöð í Kirkerup, milli þorpanna Sørbymagle og Fuglebjerg. Lögregla greindi svo frá því síðdegis í gær að hún hafi fundist á lífi. Móðir Filippu segir í færslunni að líðan Filippu sé „í lagi“, eftir atvikum. Hún þakkar sömuleiðis dönsku þjóðinni innilega fyrir að hafa tekið þátt í leitinni að Filippu. DR segir frá því að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað við húsið fyrir utan Korsør síðasta tæpa sólarhringinn. Hjól, taska og sími Filippu fundust í vegarkanti á laugardaginn og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit lögreglu. Var meðal annars notast við leitarhunda, þyrlur og dróna. Á sunnudagsmorgninum greindi lögregla frá því að unnið væri út frá þeirri kenningu að brot hafi verið framið. Lögregla segir að ábendingar frá almenningi og myndir úr öryggismyndavélum hafi komið þeim á sporið þannig að Filippa fannst. Í heildina bárust um sex hundruð ábendingar og þá sankaði lögregla að sér myndum úr eftirlitsmyndavélum sem leiddi að lokum til handtökunnar og að Filippa fannst. Danmörk Tengdar fréttir Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Danskir fjölmiðlar greina frá þessu. 32 ára karlmaður var handtekinn vegna málsins síðdegis í gær og verður hann leiddur fyrir dómara klukkan níu í dag þar sem lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Sagt var frá hvarfi Filippu eftir að hún hafði ekki skilað sér heim úr dagblaðarúnti sínum á laugardagsmorguninn. Hún hafði þá farið á hjóli sínu til að bera út blöð í Kirkerup, milli þorpanna Sørbymagle og Fuglebjerg. Lögregla greindi svo frá því síðdegis í gær að hún hafi fundist á lífi. Móðir Filippu segir í færslunni að líðan Filippu sé „í lagi“, eftir atvikum. Hún þakkar sömuleiðis dönsku þjóðinni innilega fyrir að hafa tekið þátt í leitinni að Filippu. DR segir frá því að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað við húsið fyrir utan Korsør síðasta tæpa sólarhringinn. Hjól, taska og sími Filippu fundust í vegarkanti á laugardaginn og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit lögreglu. Var meðal annars notast við leitarhunda, þyrlur og dróna. Á sunnudagsmorgninum greindi lögregla frá því að unnið væri út frá þeirri kenningu að brot hafi verið framið. Lögregla segir að ábendingar frá almenningi og myndir úr öryggismyndavélum hafi komið þeim á sporið þannig að Filippa fannst. Í heildina bárust um sex hundruð ábendingar og þá sankaði lögregla að sér myndum úr eftirlitsmyndavélum sem leiddi að lokum til handtökunnar og að Filippa fannst.
Danmörk Tengdar fréttir Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. 16. apríl 2023 13:20
Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. 16. apríl 2023 08:20