Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 18:32 Greint hefur verið frá máli Gylfa í erlendum fjölmiðlum í dag. Vísir/Vilhelm Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Í morgun greindi lögreglan í Manchester frá því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson yrði ekki ákærður vegna þeirra brota sem hann hafði verið sakaður um og væri laus allra mála. Fréttin fór eins og eldur um sinu hér á landi en mál hans hefur verið í biðstöðu í tæp tvö ár. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið í dag og hafa einhverjir þeirra nafngreint Gylfa. Stærstu bresku miðlarnir hafa þó ekki birt nafn hans þar sem það gæti kostað lögsókn gagnvart þeim. Nettavisen í Noregi vísar í íslenska miðla og segja að þessi mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins á árunum 2012-2021 sé nú laus allra mála. Gylfi er einnig nefndur á nafn í frétt danska vefmiðilsins Bold.dk, hjá finnska miðlinum Iltalehti og portúgalska íþróttamiðlinum B24 sem segir nafngreinir Gylfa á Twittersíðu sinni. Eins og áður segir er Gylfi ekki nefndur á nafn hjá stærstu bresku fjölmiðlunum sem fjalla þó allir um málið. Stuðningsmannasíður Everton á Twitter greina einnig frá máli Gylfa. Þar er hann nefndur á nafn og má sjá tíst frá stuðningsmönnum sem vilja fá Gylfa aftur til liðsins en samningur hans við félagið rann út síðasta sumar. BREAKING Gylfi Sigurdsson will NOT be charged after being arrested on suspicion of child sex offences in 2021, the police confirms. #EFC pic.twitter.com/UprWqeN3v7— Everton FC News (@NilSatisNews) April 14, 2023 Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Vísir þær upplýsingar að Gylfi sé í góðu líkamlegu ástandi þrátt fyrir að hafa neyðst til að halda sig utan vallar í tæplega tvö ár vegna málsins og hafi hug á að endurvekja ferilinn. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið sjálfur síðan málið kom upp fyrir tæpum tveimur árum síðan.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04