Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 11:30 Sadio Mané og Leroy Sané rifust úti á velli undir lok leiks gegn Manchester City, og deila þeirra endaði með kjaftshöggi inni í búningsklefa. Getty/Simon Stacpoole Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Samkvæmt Bild og Sky í Þýskalandi þá sló Mané þannig til Sané að sá síðarnefndi blóðgaðist á vör, eftir rifrildi þeirra í búningsklefanum eftir leik. Liðsfélagar þeirra þurftu að stíga á milli en deila þeirra hófst inni á vellinum undir lok leiks þar sem þeir rifust um hvernig sendingu Sané hefði átt að koma á Mané. Bild segir að Mané hafi verið ósáttur við hvernig Sané svaraði honum og látið hann vita af því eftir að lokaflautið gall, og rifrildið hafi svo endað með fyrrgreindum afleiðingum. Sané gætti þess svo að fela neðri vörina þegar hann lenti í München í gær. Leroy Sané hid his lower lip from the cameras when arriving back in Munich today [ @SkySportDE] pic.twitter.com/ZO0Ffj6KfK— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) April 12, 2023 Leikmennirnir voru báðir viðstaddir sáttafund í morgun en Sky í Þýskalandi segir að Mané geti mögulega átt von á þungri refsingu. Mané gæti fengið sekt eða bann vegna málsins en Torben Hoffmann, fréttamaður Sky, segir að Bayern geti ekki látið sekt nægja. Málið sé of alvarlegt til þess og að sýna þurfi fordæmi. Mané kom til Bayern síðasta sumar eftir að hafa farið á kostum með Liverpool um árabil en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt uppdráttar hjá Bayern. Hoffmann telur að Mané muni yfirgefa Bayern í sumar og segir marga leikmenn þýsku meistaranna á sama máli. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Samkvæmt Bild og Sky í Þýskalandi þá sló Mané þannig til Sané að sá síðarnefndi blóðgaðist á vör, eftir rifrildi þeirra í búningsklefanum eftir leik. Liðsfélagar þeirra þurftu að stíga á milli en deila þeirra hófst inni á vellinum undir lok leiks þar sem þeir rifust um hvernig sendingu Sané hefði átt að koma á Mané. Bild segir að Mané hafi verið ósáttur við hvernig Sané svaraði honum og látið hann vita af því eftir að lokaflautið gall, og rifrildið hafi svo endað með fyrrgreindum afleiðingum. Sané gætti þess svo að fela neðri vörina þegar hann lenti í München í gær. Leroy Sané hid his lower lip from the cameras when arriving back in Munich today [ @SkySportDE] pic.twitter.com/ZO0Ffj6KfK— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) April 12, 2023 Leikmennirnir voru báðir viðstaddir sáttafund í morgun en Sky í Þýskalandi segir að Mané geti mögulega átt von á þungri refsingu. Mané gæti fengið sekt eða bann vegna málsins en Torben Hoffmann, fréttamaður Sky, segir að Bayern geti ekki látið sekt nægja. Málið sé of alvarlegt til þess og að sýna þurfi fordæmi. Mané kom til Bayern síðasta sumar eftir að hafa farið á kostum með Liverpool um árabil en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt uppdráttar hjá Bayern. Hoffmann telur að Mané muni yfirgefa Bayern í sumar og segir marga leikmenn þýsku meistaranna á sama máli.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira