Óskar Hrafn segir að færeyski markakóngurinn hafi komið skakkur inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2023 09:30 Klæmint Olsen í leik með færeyska landsliðinu. Hann hefur ekki komist í hópinn hjá Blikum. Getty/Ian MacNicol Breiðablik fékk til sín færeyska markakónginn Klæmint Olsen fyrir þetta tímabilið en það hefur vakið nokkra athygli að hann virðist ekki komast í Blikaliðið. Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Olsen skrifaði undir samning við NSÍ Runavík til 2024 en færeyska félagið lánaði hann síðan til Íslandsmeistara Breiðabliks. Klæmint Olsen er markahæsti leikmaður færeysku efstu deildar frá upphafi og sá fyrsti til að komast yfir tvö hundruð mörk. Hann er líka markahæsti leikmaðurinn í sögu færeyska landsliðsins. Svava Kristín Gretarsdóttir spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, út í stöðuna á Klæmint Olsen nú tveimur vikum fyrir mót. „Það hafa einhverjar umræður skapast í kringum Færeyinginn Klæmint Olsen hjá þér. Færeyskur landsliðsmaður og mikill markaskorari. Hefur hann ekki heillað þig eða ertu með það gott lið að hann kemst ekki í hóp hjá þér?“ spurði Svava Kristín. Fékk lengra frí en aðrir „Þetta er blanda af mörgum þáttum. Hann kemur inn um miðjan janúar og þá var hann búinn að vera í fríi frá því í lok nóvember. Hann tekur þarna landsliðsglugga í lok nóvember með Patrik með Færeyjum. Fríið hans var lengra heldur en frí annarra leikmanna,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Hann kemur eilítið skakkur inn og kemur í æfingaálag sem hann er ekki vanur. Á sama tíma þá erum við með unga menn eins og Stefán Inga [Sigurðarson] og Eyþór Wöhler sem báðir taka risaskref í vetur,“ sagði Óskar Hrafn. Ekki í vafa um að hann spili hlutverk í sumar „Klæmint er hins vegar frábær leikmaður og ég er ekki í vafa um það að hann muni spila hlutverk hjá okkur í sumar. Hann hefur hjálpað ungu strákunum mikið. Hann er toppmaður, frábær æfingamaður og með gríðarlega reynslu,“ sagði Óskar. „Við sóttum hann ekki til þess að hann yrði sjóðandi heitur í Lengjubikarnum. Við sóttum hann vegna þess að þarna er maður sem er kominn aðeins yfir þrítugt. Hann er búinn að spila 56 landsleiki og skora tíu mörk, markahæsti maður Færeyinga frá upphafi. Öll mörkin hafa komið síðan 2021, þetta eru ekki mörk sem hann var að skora 2013,“ sagði Óskar. Búinn að skora fleiri mörk en allir hinir „Hann er með sjö mörk í Evrópuleikjum og við viljum reyna að gera atlögu að ná betri árangri í Evrópu. Okkur fannst prófíllinn hans hjálpa okkur þar. Hann er með meiri reynslu og fleiri landsleiki heldur en allir hinir leikmenn liðsins samanlagt. Hann er búinn að skora fleiri mörk heldur en þeir allir,“ sagði Óskar. „Þar kemur hann sterkur inn og ég er ekki í vafa um það að hann muni hjálpa okkur í sumar. Bæði hann og við þurfum að vera þolinmóðir því hann kom skakkur inn á undirbúningstímabilið og var síðan bara fórnarlamb þess að Stefán Ingi og Eyþór Wöhler stigu upp og ekki síst með hjálp frá honum. Hann hefur kennt þeim mikið og þrýst á þá. Í samkeppninni þrífast menn og þar taka menn mestum framförum,“ sagði Óskar Hrafn eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Óskar Hrafn um Klæmint Olsen
Besta deild karla Breiðablik Færeyski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira