Kröfu KV hafnað og Ægir mun eiga lið í næstefstu deild Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2023 12:59 Ægismenn verða með í Lengjudeildinni í sumar. Facebook/@aegirfc Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur hafnað kröfu Knattspyrnufélags Vesturbæjar þess efnis að félagið fái sæti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar - sætið sem losnaði þegar Kórdrengir lögðu upp laupana. Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað. Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað.
Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00
Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31
Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31