Aldrei fleiri grunsamlegir leikir og aldrei fleirum refsað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 13:30 Fótbolti er vinsælasta íþrótt heims og langflestir af grunsamlegu leikjunum á síðasta ári voru í fótbolta. Getty Yfir 1.000 leikir, í hinum ýmsu greinum, fóru fram á síðasta ári þar sem grunur leikur á um hagræðingu úrslita. Leikirnir hafa aldrei verið fleiri en sömuleiðis hefur aldrei fleirum verið refsað fyrir svindl með því að hafa ólögleg áhrif á leiki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir. Fjárhættuspil Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir.
Fjárhættuspil Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira