Líklegt að Ísland endi í umspili með þessum þjóðum Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 07:35 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson missir af leik Íslands gegn Bosníu á morgun vegna leikbanns en verður með gegn Liechtenstein á sunnudag. Getty/Robbie Jay Barratt Á morgun hefst keppnin um að komast inn á Evrópumót karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Íþróttatölfræðiveitan Gracenote hefur spáð fyrir um gengi þjóðanna og telur að Ísland fari í umspilið. Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira
Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Sjá meira