Þórir: Hafði tilfinningu fyrir því að Jón Þórarinn myndi eiga góðan leik í markinu Andri Már Eggertsson skrifar 17. mars 2023 21:30 Þórir Ólafsson var ánægður með sigur kvöldsins gegn Val Vísir/Diego Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var í skýjunum með tveggja marka sigur á Val 33-31. Þetta var fimmti heimasigur Selfoss í röð og var Þórir afar ánægður með frammistöðuna. „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sjá meira