„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 22:47 Kristmundur Axel Kristmundsson viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn. Aðsend Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN Tónlist FM957 Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Þeir félagar unnu Söngvakeppni framhaldsskólana árið 2010 með laginu Komdu til baka. Um var að ræða íslenskan texta við lagið Tears In Heaven með Eric Clapton og fjallaði að mestu leyti um fíknivanda föður Kristmundar. Í Veislunni með Gústa B á FM957 rifjaði Júlí upp hvernig hlutirnir atvikuðust á sínum tíma. „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum „Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt.“,“ segir Júlí. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristmund og Júlí, sem og hlusta á lagið sem er ekki enn búið að gefa út. Klippa: Kristmundur og Júlí Heiðar í Veislunni Lagið sló í gegn en Kristmundur og Júlí hafa gefið út fullt af lögum eftir það, en einungis í sitthvoru lagi. Nú, þrettán árum síðar, var hins vegar löngu kominn tími til að endurtaka leikinn. Þeir höfðu ekki hist í þrjú ár þegar þeir hittust til að semja. „Þetta er pínu volume 2. Það er erfitt að gera Komdu til baka volume 2 en þetta er svolítið um bara okkur. Hvernig þetta var og hvernig þetta er í dag. Hvernig þetta er allt búið að vera. Þetta er með dass af alvöru tilfinningum og öllu því,“ segir Kristmundur. Gústi B., Kristmundur Axel, Júlí Heiðar og Páll Orri Pálsson eftir þáttinn í dag.Vísir Kristmundur var um tíma ekki á góðum stað í lífinu. Á sama tíma og það var að gerast var hann afar virkur á Snapchat og birti þar oft myndir af uppátækjum sínum. „Þetta var ekkert Latabæjar-snappið. Þetta átti að vera auglýsing fyrir nýja dótið mitt sem kom síðan út en Snapchat-ið breyttist síðan aðeins og varð einhver stemning. Það er búið sko. Þarna var ég ungur, vitlaus og þetta er svolítið svona. Í nýja laginu fer ég nánast yfir þetta í nýja laginu mínu. Yfirferð yfir mistökin, samböndin og vinir sem undir lentu,“ segir Kristmundur. Hann viðurkennir að hann sé ekkert fullkominn en þessi tími var einn af hans lágpunktum í lífinu. Hann tekur því þó á kassann. „Ég lenti í smá veseni þegar ég var ungur og fór vitlausa leið. Var farinn að gera heimskulega hluti. Það voru meðal annars nokkur Snickers og eitthvað annað sem fóru úr búðum. Ég hef gert ýmislegt slæmt,“ Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Klippa: VEISLAN
Tónlist FM957 Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira