Í fyrsta sinn með hausverk yfir því að velja landsliðshópinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2023 09:01 Arnar Þór Viðarsson ætlar sér að koma íslenska karlalandsliðinu á EM 2024. vísir/sigurjón Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist spenntur fyrir komandi landsleikjum enda getur hann loksins teflt fram sínu sterkasta liði. Framundan eru leikir gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. „Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira
„Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var með virkilegan hausverk yfir því að velja hópinn. Það eru mjög lítið um meiðsli og þau málefni sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár eru fyrir aftan okkur. Þetta var í fyrsta skipti sem ég þurfti virkilega að púsla saman hóp,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í gær. Landsliðsmennirnir hafa margir hverjir spilað vel með sínum félagsliðum á undanförnum vikum. „Það er ein af forsendunum að mönnum líði vel í sínu félagsliði, er að þeir séu að spila vel. Það er mjög ánægjulegt að sjá að mjög margir af okkar leikmönnum líður vel og eru að spila vel. Hvort sem þeir eru ungir eða efnilegir eða eldri og reyndari, sú blanda er akkúrat núna æskileg,“ sagði Arnar Þór. Einn af óreyndari mönnunum í íslenska hópnum er Sævar Atli Magnússon. Breiðhyltingurinn hefur spilað vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni að undanförnu. „Hann hefur staðið sig mjög vel. Við höfum fylgst mjög vel með honum lengi. Hann kom til dæmis inn í janúarverefnið og stóð sig mjög vel þar. Það var eitt af stóru skrefunum í átt að þessu og svo er hann búinn að vera frábær með Lyngby undanfarnar vikur. Að mínu á hann fyllilega skilið að vera í þessum hóp,“ sagði Arnar Þór. Bæði Bosnía og Liechtenstein eru með nýja þjálfara sem eykur á óvissuna fyrir leikina tvo sem framundan eru. „Það eykur að sjálfsögðu flækjustigið fyrir okkur en það er það líka fyrir andstæðinginn. Þeir hafa lítinn tíma til að undirbúa sig. Ég þekki það frá því ég tók við liðinu, þá hafði ég bara þrjá daga til að undirbúa liðið og það er ekki auðvelt,“ sagði Arnar Þór. „Þetta er í báðar áttir. Við þurfum að undirbúa okkur betur og vera tilbúnir að greina þessa þjálfara, hvað þeir hafa gert áður. Hvort þeir hafi spilað með fjóra eða fimm til baka. Svo er það líka flókið fyrir þá að koma sínum hlutum inn á skömmum tíma,“ sagði Arnar Þór. En hvað væri hann sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. En við gerum okkur grein fyrir því að til dæmis leikurinn gegn Bosníu er mjög mikilvægur og mjög erfiður. Þetta er maraþon, tíu leikir í fimm gluggum. Við erum með ákveðinn stigafjölda í huga sem gæti verið nóg til að ná 2. sætinu. Það gerist ekkert bara í þessum glugga. Við tökum bara leik fyrir leik og ætlum að sjálfsögðu að vinna alla leiki sem við förum inn í,“ sagði Arnar Þór að endingu.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Sjá meira