„Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 21:52 Kjartan Atli Kjartansson kom Álftanesi upp í Subway-deild karla í fyrstu tilraun. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðlilega stoltur eftir að hafa stýrt liðinu upp í Subway-deild karla í körfubolta í fyrstu tilraun í kvöld þegar liðið vann 13 stiga sigur gegn Skallagrími, 96-83. „Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
„Þetta er svolítið skrýtið. Ég sagði það þegar ég tók við að það var bara eitt skref eftir og það var að fara upp. Liðið var í úrslitum um laust sæti í Subwa-deildinni á síðasta ári þannig það var bara eitt skref eftir og okkur tókst að taka það í kvöld,“ sagði Kjartan í viðtali eftir leik. Kjartan segir það ekki auðvelt að byggja upp lið á Álftanesi og þakkar stjórn félagsins og öðrum sem starfa í kringum liðið fyrir sitt framlag. „Nei, rétt hjá þér. Það eru auðvitað rosalega margir að baki og stjórnin hérna á Nesinu er alveg mögnuð. Ég er búinn að vera í þjálfun í 22 ár núna í ár og nánast eingöngu verið í yngri flokkum. Það þurfti eitthvað svona sérstakt fyrir mig til að íhuga meistaraflokksþjálfun. Þegar ég sá að það var uppeldisklúbburinn og vinir mínir voru í stjórn sem eru menn sem fara og láta hlutina gerast þá fannst mér þetta spennandi verkefni og hér er tækifæri til uppbyggingar.“ „Það er þannig að mótlæti eflir lið og mér finnst segja miklu meira um lið hvernig það bregst við mótlæti heldur en þegar vel gengur. Góður maður sagði við mig að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og það þarf líka sterk bein til að þola erfiðu tímana. Erfiðu tímarnir elfdu þetta lið fannst mér. Við töpuðum stórt í desember fyrir Fjölni og það var ákveðinn lágpunktur. Bestu æfingar vetrarins komu í kjölfarið og liðið fór upp á við eftir það.“ Þá er Kjartan eðlilega spenntur fyrir komandi tímabili í deild þeirra bestu, þrátt fyrir að enn séu tveir leikir eftir í 1. deildinni. „Ég vil bara sjá Álftanes mæta með læti, það er bara þannig. Nú tekur auðvitað við að fara að svara spurningunni hver mun þjálfa þett lið. Verður það ég eða einhver annar? Nú fer maður undir feld, en fyrst þurfum við að klára þetta tímabil og svo förum við undir feldinn góða.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur viðurkennir Kjartan þó að það kitli að þjálfa liðið áfram. „Auðvitað. Þegar maður kemur að svona verkefni þá er þetta rosalega gaman. Þetta er náttúrulega einstakur hópur og ég kem bara inn í vinahóp sem við svo bætum inn í. Við fáum fimm nýja leikmenn inn í hópinn og það er búið að vera ofboðslega gaman að vera partur af þessum hópi. Auðvitað er það þannig að fólk horfir á þetta utan frá og heldur að þjálfarinn ráði öllu, en ég er líka með reynslumikla menn sem maður þarf líka að hlusta á. Ég er bara einstaklega þakklátur fyrir þennan leikmannahóp. Þetta eru yndislegir drengir,“ sagði Kjartan að lokum.
Subway-deild karla UMF Álftanes Tengdar fréttir Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni Álftanes mun leika í efstu deild karla í körfubolta á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir öruggan 13 stiga sigur gegn Skallagrím í kvöld, 96-83. 13. mars 2023 20:55