Lárus: „Þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2023 21:16 Lárus Jónsson gaf dómurum leiksins í kvöld ráðleggingar að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það var boðið upp á alvöru naglbít í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi í tvíframlengdum leik gegn Þórsurum í Subway-deild karla. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig í leiknum. „Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
„Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira