Ný fluga úr smiðju Sigurðar Héðins Karl Lúðvíksson skrifar 8. mars 2023 10:26 Sigurður Héðinn eða Siggi Haugur eins og flestir veiðimenn þekkja hann er höfundur nokkurra af bestu veiðiflugum landsins. Ein af þeim bestu sem hann hefur hnýtt er flugan Haugur sem er að mati greinarhöfundar ein besta alhliða flugan í laxveiði á Íslandi ogf er í mörgum ám farin að skáka Rauðum Frances í veiðitölum. Þegar Siggi kemur með nýja flugu kippist veiðiheimurinn aðeins við en síðasta viðbótin sem ég hnýtti undir úr hans smiðju er þegar orðin ein besta haustflugan, en það er flugan Kampavín. Núna er komin ein ný frá Sigga og það vekur eiginlega furðu að hugsa til þess að engum hafi dottið í hug að fara í vel gyllt og svart saman á þennan hátt en eins og myndin ber með sér er þetta feykna veiðileg fluga og það verður spennandi að prófa hana í sumar. Flugan heitir Surtur og höfundur segir um hana á Facebook síðu sinni: "Ein ný frá Haug fengið nafnið Surtur með vísan í goðafræðina. Surtur er eldjötunn í norrænni goðafræði. Hann kemur úr Múspellsheimi og í Ragnarökum ríður hann um jörðina ásamt Múspellssonum og brennir jörðina með glóandi sverði. Þegar þeir ríða yfir Bifröst, brúna sem tengir Miðgarð og Ásgarð, brotnar hún; svo verður Surtur Frey að bana". Stangveiði Mest lesið Þáttur tvö af Veiðinni með Gunnari Bender Veiði Lax komst ekki upp ána vegna öskuburðar Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Er ísdorgið búið? Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði
Ein af þeim bestu sem hann hefur hnýtt er flugan Haugur sem er að mati greinarhöfundar ein besta alhliða flugan í laxveiði á Íslandi ogf er í mörgum ám farin að skáka Rauðum Frances í veiðitölum. Þegar Siggi kemur með nýja flugu kippist veiðiheimurinn aðeins við en síðasta viðbótin sem ég hnýtti undir úr hans smiðju er þegar orðin ein besta haustflugan, en það er flugan Kampavín. Núna er komin ein ný frá Sigga og það vekur eiginlega furðu að hugsa til þess að engum hafi dottið í hug að fara í vel gyllt og svart saman á þennan hátt en eins og myndin ber með sér er þetta feykna veiðileg fluga og það verður spennandi að prófa hana í sumar. Flugan heitir Surtur og höfundur segir um hana á Facebook síðu sinni: "Ein ný frá Haug fengið nafnið Surtur með vísan í goðafræðina. Surtur er eldjötunn í norrænni goðafræði. Hann kemur úr Múspellsheimi og í Ragnarökum ríður hann um jörðina ásamt Múspellssonum og brennir jörðina með glóandi sverði. Þegar þeir ríða yfir Bifröst, brúna sem tengir Miðgarð og Ásgarð, brotnar hún; svo verður Surtur Frey að bana".
Stangveiði Mest lesið Þáttur tvö af Veiðinni með Gunnari Bender Veiði Lax komst ekki upp ána vegna öskuburðar Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Veiðikeppnin litla Veiði Er ísdorgið búið? Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði