Sakaður um að kýla ungmenni, hóta öryggisverði og veifa byssu á næturklúbbi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 23:14 Ja Morant er á leið í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir að veifa byssu á næturklúbbi eftir tap Memphis Grizzlies, en það er þó ekki það eina sem hann er sakaður um. Vísir/Getty NBA-stjarnan Ja Morant, leikmaður Mamphis Grizzlies, hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann eftir að myndband af honum þar sem hann virtist veifa byssu inni á næturklúbbi birtis á Instagram-síðu hans. Þessi 23 ára leikmaður Memphis Grizzlies virtist veifa skammbyssu inni á næturklúbbi þar sem hann var að skemmta sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir 113-97 tap liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt. NBA-deildin er nú með myndskeiðið til skoðunnar og leikmaðurinn hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir athæfið, en það er lið hans sem tekur ákvörðun um að Morant sé á leið í bann. „Ja Morant verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum í það minnsta,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu frá félaginu. Statement from the Memphis Grizzlies pic.twitter.com/CLB2TG5nnI— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 4, 2023 Þetta er ekki eina dæmið um það að Ja Morant komi sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði voru hann og vinir hans sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og nú í vikunni var hann sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð seinasta sumar. Öryggisvörðurinn tilkynnti Morant til lögreglu eftir samskipti þeirra sem áttu sér stað á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina. 🤦♂️ pic.twitter.com/bXrEFjjc4W— NBACentral (@TheNBACentral) March 4, 2023 Þá er Morant einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili leikmannsins. Það atvik átti sér stað fjórum dögum eftir að Morant hótaði öryggisverðinum, en hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu sýnilega. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði Morant þó að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi vissulega átt fyrsta höggið, en aðeins eftir að drengurinn kastaði bolta í höfuð hans og gekk í átt til hans. Þá segir Morant að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans þegar hann gekk í burtu eftir atvikið. Ja Morant was accused of punching a 17-year-old boy 12-13 times and flashing a gun at him during a pickup basketball game last summer, according to a police report obtained by @mollyhcFull story: https://t.co/NsRnhsIXlk pic.twitter.com/DH0utTt37V— Bleacher Report (@BleacherReport) March 1, 2023 NBA Skotvopn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Þessi 23 ára leikmaður Memphis Grizzlies virtist veifa skammbyssu inni á næturklúbbi þar sem hann var að skemmta sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir 113-97 tap liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt. NBA-deildin er nú með myndskeiðið til skoðunnar og leikmaðurinn hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir athæfið, en það er lið hans sem tekur ákvörðun um að Morant sé á leið í bann. „Ja Morant verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum í það minnsta,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu frá félaginu. Statement from the Memphis Grizzlies pic.twitter.com/CLB2TG5nnI— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 4, 2023 Þetta er ekki eina dæmið um það að Ja Morant komi sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði voru hann og vinir hans sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og nú í vikunni var hann sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð seinasta sumar. Öryggisvörðurinn tilkynnti Morant til lögreglu eftir samskipti þeirra sem áttu sér stað á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina. 🤦♂️ pic.twitter.com/bXrEFjjc4W— NBACentral (@TheNBACentral) March 4, 2023 Þá er Morant einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili leikmannsins. Það atvik átti sér stað fjórum dögum eftir að Morant hótaði öryggisverðinum, en hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu sýnilega. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði Morant þó að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi vissulega átt fyrsta höggið, en aðeins eftir að drengurinn kastaði bolta í höfuð hans og gekk í átt til hans. Þá segir Morant að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans þegar hann gekk í burtu eftir atvikið. Ja Morant was accused of punching a 17-year-old boy 12-13 times and flashing a gun at him during a pickup basketball game last summer, according to a police report obtained by @mollyhcFull story: https://t.co/NsRnhsIXlk pic.twitter.com/DH0utTt37V— Bleacher Report (@BleacherReport) March 1, 2023
NBA Skotvopn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira