ÍBV átti að vinna FH með tíu mörkum samkvæmt xG tölfræðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2023 13:30 Petar Jokanovic hefur spilað ágætlega á þessu ári en náði sér engan veginn á strik í Kaplakrika í gær. vísir/hulda margrét Samkvæmt xG-tölfræðinni átti ÍBV að vinna FH í gær með tíu marka mun. FH-ingar unnu hins vegar leikinn á parketinu með þriggja marka mun, 27-24. HB Statz er tiltölulega nýbyrjað að birta xG tölfræði leikja í Olís-deildunum. Tölfræðin um vænt mörk tekur saman hversu mörg mörk lið eiga að skora samkvæmt færunum sem það skapar sér. HB Statz tekur einnig saman xS, það er hversu mörg skot markverðir eiga að verja. Þessi tölfræði í leik FH og ÍBV er afar áhugaverð. Samkvæmt xG áttu Eyjamenn að skora 31 mark en FH-ingar 21. ÍBV skoraði hins vegar aðeins 24 mörk en FH 27. Himinn og haf var á milli liðanna þegar kemur að markvörslu. Phil Döhler varði sextán skot í marki FH, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni átti hann að verja 12,8 skot. Markverðir ÍBV, þeir Petar Jokanovic og Pavel Miskevich, vörðu hins vegar aðeins þrjú skot allan leikinn, eða tíu prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni hefðu þeir átt að verja 8,2 skot. Vegna stórleiks Döhlers kom það ekki að sök að FH tapaði boltanum átján sinnum, eða helmingi oftar en ÍBV. Munurinn á skotnýtingunni var 23 prósent. FH var með 73 prósent skotnýtingu en ÍBV fimmtíu prósent. Skýrslu HB Statz úr leiknum í Kaplakrika má nálgast með því að smella hér. FH er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en ÍBV í 5. sætinu með tuttugu stig. Eyjamenn eiga hins vegar tvo leiki til góða á FH-inga. Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir „Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
HB Statz er tiltölulega nýbyrjað að birta xG tölfræði leikja í Olís-deildunum. Tölfræðin um vænt mörk tekur saman hversu mörg mörk lið eiga að skora samkvæmt færunum sem það skapar sér. HB Statz tekur einnig saman xS, það er hversu mörg skot markverðir eiga að verja. Þessi tölfræði í leik FH og ÍBV er afar áhugaverð. Samkvæmt xG áttu Eyjamenn að skora 31 mark en FH-ingar 21. ÍBV skoraði hins vegar aðeins 24 mörk en FH 27. Himinn og haf var á milli liðanna þegar kemur að markvörslu. Phil Döhler varði sextán skot í marki FH, eða fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni átti hann að verja 12,8 skot. Markverðir ÍBV, þeir Petar Jokanovic og Pavel Miskevich, vörðu hins vegar aðeins þrjú skot allan leikinn, eða tíu prósent þeirra skota sem þeir fengu á sig. Samkvæmt xS tölfræðinni hefðu þeir átt að verja 8,2 skot. Vegna stórleiks Döhlers kom það ekki að sök að FH tapaði boltanum átján sinnum, eða helmingi oftar en ÍBV. Munurinn á skotnýtingunni var 23 prósent. FH var með 73 prósent skotnýtingu en ÍBV fimmtíu prósent. Skýrslu HB Statz úr leiknum í Kaplakrika má nálgast með því að smella hér. FH er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig en ÍBV í 5. sætinu með tuttugu stig. Eyjamenn eiga hins vegar tvo leiki til góða á FH-inga.
Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir „Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
„Það munaði á markvörslunni“ FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag. 2. mars 2023 20:48