„Erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki“ Atli Arason skrifar 1. mars 2023 22:26 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var gífurlega ánægður eftir hetjulega baráttu sinna leikmanna í erfiðum útisigri gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvík vann leikinn með 15 stigum, 72-87. „Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Það er mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkur liði. Þær eru mjög stórar, mjög sterkar og vilja alltaf kljást. Ég hugsa að þetta sé erfið áskorun fyrir dómara að dæma þessa leiki þar sem það er oft mikill snerting á milli leikmanna. Ég er viss um að við erum betra liðið og mér fannst við sýna það á endanum að við höfum aðeins meiri gæði og fleiri leikmenn. Við gerðum hrikalega vel að klára þetta,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við eiga að vera 20 stigum í hálfleik miðað við hvað við bjuggum til mikið af sniðskotum undir körfunni. Boltinn bara skoppaði af hringnum og fór yfir hringinn. Við gátum ómögulega komið boltanum ofan í körfuna eftir að hafa náð að brjóta niður Grindavíkur vörnina trekk í trekk. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik vera miklu betri og ég hefði viljað hafa stærri forustu,“ sagði Rúnar en Njarðvíkingar voru með fimm stiga forskot í hálfleik áður en Grindavík komst aftur inn í leikinn og allt var jafnt fyrir síðasta fjórðunginn, 54-54. „Við byrjuðum þriðja leikhluta afskaplega rólega og allt var of hægt sóknarlega og leikurinn jafnaðist. Svo þegar við fundum taktinn í sókninni þá fórum við á sama tíma að gleyma okkur varnarlega. Við töluðum um það fyrir fjórða leikhluta og spurðum hvaða lið ætlaði að taka þetta klassíska fjórða leikhluta áhlaup. Það ætluðum við að gera og við byrjuðum fjórða leikhluta mjög sterkt og kláruðum leikinn á nokkrum mínútum með góðum liðsbolta,“ sagði Rúnar áður en hann bætti við. „Bríet [Sif Hinriksdóttir], sem var ekki búin að gera mikið sóknarlega í leiknum fram að fjórða, hún kom inn og setti fullt af góðum körfum og sýnir að við höfum breidd í hópnum. Það er líka annar punktur fyrir okkur til að átta okkur á, við þurfum ekki alltaf að gera þetta erfitt. Við erum með svo margar sem eru góðar í körfubolta og geta komið boltanum ofan í körfuna. Við þurfum bara að leita af þeim sem er opin hverju sinni og þegar við komumst enn þá lengra þangað, í 40 mínútna körfuboltaleik, þá held ég það verði mjög erfitt að vinna okkur.“ Þrátt fyrir að 16 stigum á eftir toppliði Keflavíkur þá hefur Rúnar ekki miklar áhyggjur af stöðu mála en Njarðvík fór langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Grindavík í kvöld. „Það er búið að vera að spyrja mig í allan vetur hvort mér líði eitthvað illa yfir því að tapa ákveðnum leikjum og svona. Það eru ákveðin töp sem ég held að ég muni hugsa til ef við vinnum einhverja stóra leiki í vor, því það er eitthvað sem þroskaði mann og hjálpaði til. Töp eru ekki skemmtileg en þau hluti af þessu ferðalagi og á endanum er þetta svo bara eins mánaðar hraðmót. Hver er á þeim tímapunkti búinn að finna takt og þær lausnir sem virka skiptir máli. við gerðum það í fyrra þannig ég ætla ekki stressa mig á því að vera í fjórða sæti eða einhverju öðru, ég ætla bara að mæta í næsta leik til að vinna. Ef við töpum þá er heimurinn ekki að farast.“ „Við stigum stórt skref í áttina að úrslitakeppninni í kvöld en Fjölnisliðið er næst og það verður erfitt að finna lausnir á móti svæðinu þeirra. Þær eru frábærar, með Brittany Dinkins fremsta í flokki, svo ég bíð bara spenntur eftir því að mæta Kristjönu og stelpunum hennar í næsta leik,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn