Þjálfari Króata neitaði að greiða atkvæði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2023 17:01 Zlatko Dalic kyssir Luka Modric eftir að Króatía vann bronsverðlaun á HM í Katar. Getty/Maja Hitij Zlatko Dalic, þjálfari króatíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ekki par sáttur með Alþjóða knattspyrnusambandið og þykir brotið á sínum mönnum þegar kemur að því að veitingu viðurkenninga hjá sambandinu. Dalic hefur gert frábæra hluti með króatíska landsliðið síðan að hann tók við liðinu árið 2017 en liðið fór í úrslitaleikinn á HM 2018 í Rússlandi, vann bronsverðlaun á HM í Katar 2022 og komst í undanúrslit í Þjóðadeildinni 2022-23. Zlatko Dalic, decidió no votar en los premios de FIFA y pide más respeto para Croacia Cuestiona el arbitraje del Mundial y especialmente ante Argentina @alberpsierrahttps://t.co/SgiaA0r4Uo— Diario AS (@diarioas) February 28, 2023 Króatía tapaði í undanúrslitum á HM í Katar í desember á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu. Spænska blaðið Diario AS segir að Zlatko Dalic hafi ákveðið að mótmæla með því að neita að greiða atkvæði í kosningu FIFA á besta leikmanni heims. Allir landsliðsþjálfarar greiða þar atkvæði ásamt landsliðsfyrirliðum. Dalic tekur að króatíska landsliðið eigi meiri virðingu skilið miðað við árangur liðsins síðustu ár. „Ég er mjög vonsvikinn með viðhorf FIFA gagnvart króatíska landsliðinu. Ég trúi því að miðað við allt sem við höfum afrekað þá eigum við meiri virðingu skilið en við höfum fengið,“ sagði Zlatko Dalic við AS. „Við höfum komist í fyrirsagnir út um allan heim. Við unnum Brasilíu, besta liðið í heimi, og erum ásamt Frakklandi eina þjóðin sem hefur unnið verðlaun á síðustu tveimur heimsmeistaramótum,“ sagði Dalic. „Á síðasta ári unnum við Frakka í París, Dani í Kaupmannahöfn og sendum líka bæði Brasilíu og Belgíu heim af HM. Í síðustu 23 leikjum frá EM 2020 þá höfum við aðeins tapað tvisvar,“ sagði Dalic. Luka Modric var eini króatíski landsliðsmaðurinn sem var meðal þeirra fjórtán sem voru tilnefndir í ár. Dalic segir að litið hafi verið framhjá mönnum eins og þeim Mateo Kovacic og Josko Gvardiol. Lionel Messi var kosinn besti leikmaður heims. FIFA Króatía HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Dalic hefur gert frábæra hluti með króatíska landsliðið síðan að hann tók við liðinu árið 2017 en liðið fór í úrslitaleikinn á HM 2018 í Rússlandi, vann bronsverðlaun á HM í Katar 2022 og komst í undanúrslit í Þjóðadeildinni 2022-23. Zlatko Dalic, decidió no votar en los premios de FIFA y pide más respeto para Croacia Cuestiona el arbitraje del Mundial y especialmente ante Argentina @alberpsierrahttps://t.co/SgiaA0r4Uo— Diario AS (@diarioas) February 28, 2023 Króatía tapaði í undanúrslitum á HM í Katar í desember á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu. Spænska blaðið Diario AS segir að Zlatko Dalic hafi ákveðið að mótmæla með því að neita að greiða atkvæði í kosningu FIFA á besta leikmanni heims. Allir landsliðsþjálfarar greiða þar atkvæði ásamt landsliðsfyrirliðum. Dalic tekur að króatíska landsliðið eigi meiri virðingu skilið miðað við árangur liðsins síðustu ár. „Ég er mjög vonsvikinn með viðhorf FIFA gagnvart króatíska landsliðinu. Ég trúi því að miðað við allt sem við höfum afrekað þá eigum við meiri virðingu skilið en við höfum fengið,“ sagði Zlatko Dalic við AS. „Við höfum komist í fyrirsagnir út um allan heim. Við unnum Brasilíu, besta liðið í heimi, og erum ásamt Frakklandi eina þjóðin sem hefur unnið verðlaun á síðustu tveimur heimsmeistaramótum,“ sagði Dalic. „Á síðasta ári unnum við Frakka í París, Dani í Kaupmannahöfn og sendum líka bæði Brasilíu og Belgíu heim af HM. Í síðustu 23 leikjum frá EM 2020 þá höfum við aðeins tapað tvisvar,“ sagði Dalic. Luka Modric var eini króatíski landsliðsmaðurinn sem var meðal þeirra fjórtán sem voru tilnefndir í ár. Dalic segir að litið hafi verið framhjá mönnum eins og þeim Mateo Kovacic og Josko Gvardiol. Lionel Messi var kosinn besti leikmaður heims.
FIFA Króatía HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira