Xbox Game Pass kemur til Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2023 11:47 Xbox Tölvuleikjaáskriftarþjónusta Microsoft, PC Game Pass, er orðin aðgengileg Íslendingum í gegnum prufuáskrift. Svo stendur til að opna þjónustuna að fullu á næstu mánuðum. Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass. Leikjavísir Microsoft Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Kim féll Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Íslendingar hafa nú fengið aðgang að prufuáskrift að leikjapassa Microsoft, sem á ensku kallast PC Game Pass, og veitir þeim aðgang að miklum fjölda tölvuleikja í áskrift í gegnum PC tölvur. Game Pass nýtur töluverðra vinsælda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Verið er að opna á prufuáskriftina í um fjörutíu nýjum löndum í dag en til stendur að opna á aðgengi að Game Pass í þessum löndum á næstu mánuði. Með áskrift fá áskrifendur PC Game Pass Preview aðgang að fjölda leikja Microsoft, Xbox, Bethesda og annarra fyrirtækja auk EA Play áskriftar. Sífellt er verið að bæta nýjum leikjum við. Íslendingar geta byrjað á PC Game Pass Preview með því að sækja forrit sem heitir Xbox Insider Hub og skrá sig. Þá fá þeir aðgang að PC Game Pass Preview, sem er á sérstöku tilboðsverði fyrsta mánuðinn, samkvæmt tilkynningu. Game Pass hefur spilað rullu í tilraun forsvarsmanna Microsoft til að kaupa leikjarisann Activision Blizzard. Yfirvöld víðsvegar um heim telja að samrunni fyrirtækjanna myndi koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna höfðaði mál gegn Microsoft í desember með því markmiði að stöðva samrunann. Var þá sérstaklega vísað til sífellt aukinna vinsælda Xbox Game Pass.
Leikjavísir Microsoft Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Kim féll Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira